Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 09. maí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Mbappe ætti að íhuga að taka eitt tímabil í Sádi-Arabíu“
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Marcel Desailly
Marcel Desailly
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Marcel Desailly telur að samlandi sinn, Kylian Mbappe, ætti að íhuga það að taka eitt tímabil í Sádi-Arabíu áður en hann snýr aftur í Evrópuboltann.

Mbappe og hans menn í Paris Saint-Germain eru úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Draumur Frakkans var að vinna Meistaradeildina með PSG en náði ekki markmiði sínu. Franskir og spænskir miðlar eru sammála um það að hann sé á leið til Real Madrid, en Desailly telur það ekki rétta skrefið á þessu augnabliki.

„Ég mæli með að skoða aðra heimsálfu. Ég er ekki viss um að Madríd sé fullkominn staður fyrir hann. Eins og við höfum áður sagt þá er Vinicius Jr á vinstri vængnum og það eru hæfileikaríkir leikmenn eins og Bellingham þarna. Hann verður ekki óumdeilanlegur leiðtogi þarna.“

„Hann vill ekki segja hvert hann er að fara því hann vill koma með tilkynningu eins og alvöru stjarna. Það hlýtur að vera eitthvað á bak við það. Ef við horfum á fótboltabransann þá myndi ég frekar hallast að 350 milljónum evra á ári í Sádi-Arabíu og koma síðan aftur eftir eitt tímabili, þegar HM fer fram. Hann verður aðeins 26 og hálfs, og spilaði fótbolta.“

„Hvað vill Mbappe í raun veru? Spila fótbolta. Þetta er svona mín tilfinning sem viðskiptamaður. Ég tel að hann getur yfirgefið Evrópuboltann og farið til Sádi-Arabíu. Deildin þar er samkeppnishæf, leikvangarnir fullir og allar sjónvarpsstöðvar eru að grípa leikina. Sádi-Arabía vill efla fótboltann eins og Katar gerði árið 2005. Ég var ein af stjörnum deildarinnar þar, en þetta er atvinna frá báðum hliðum og tel ég að það væri frábært tækifæri fyrir hann að koma sér í viðskipti á meðan hann heldur áfram að spila fótbolta. En ég er ekki viss um að nokkur maður muni heyra þetta eftir Evrópumótið,“
sagði Desailly við Footmercato.
Athugasemdir
banner
banner