Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 12:23
Elvar Geir Magnússon
Þrír Skandinavar koma til greina sem leikmaður ársins
Haaland er tilnefndur sem leikmaður ársins.
Haaland er tilnefndur sem leikmaður ársins.
Mynd: Getty Images
Cole Palmer er bæði tilnefndur sem besti leikmaðurinn og besti ungi.
Cole Palmer er bæði tilnefndur sem besti leikmaðurinn og besti ungi.
Mynd: Getty Images
Erling Haaland gæti verið kjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni annað árið í röð. Þessi norski sóknarmaður Manchester City er einn af þremur skandinavískum leikmönnum sem eru tilnefndir en í morgun voru tilnefningarnar opinberaðar.

Alexander Isak, sænskur sóknarmaður Newcastle, og Martin Ödegaard, norskur miðjumaður Arsenal, eru einnig tilnefndir.

Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á listanum. Það er almenningur sem kýs ásamt sérstakri dómnefnd og sigurvegarinn tilkynntur þann 18. maí.

Leikmaður frá Manchester City hefur unnið þessi verðlaun í síðustu fjögur ár. Á undan Haaland voru það Kevin De Bruyne og Ruben Dias sem hlutu þau.

Í morgun var einnig opinberað hverjir eru tilnefndir sem besti stjórinn og besti ungi leikmaðurinn.

Leikmaður ársins - Tilnefningar
Phil Foden (Manchester City)
Erling Haaland (Manchester City)
Alexander Isak (Newcastle)
Martin Ödegaard (Arsenal)
Cole Palmer (Chelsea)
Declan Rice (Arsenal)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Ollie Watkins (Asrton Villa)

Stjóri ársins - Tilnefningar
Pep Guardiola (Manchester City)
Jurgen Klopp (Liverpool)
Mikel Arteta (Arsenal)
Unai Emery (Aston Villa)
Andoni Iraola (Bournemouth)

Besti ungi leikmaðurinn - Tilnefningar
Phil Foden (Manchester City)
Erling Haaland (Manchester City)
Alexander Isak (Newcastle United)
Kobbie Mainoo (Manchester United)
Cole Palmer (Chelsea)
Bukayo Saka (Arsenal)
William Saliba (Arsenal)
Destiny Udogie (Tottenham)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner