Willum Þór Willumsson hefur átt gott tímabil með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni á þessari leiktíð. Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í 30 leikjum í deildinni.
Liðið situr í 8. sæti deildarinnar eftir 32 leiki.
Willum er einn af tuttugu leikmönnum sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í deildinni af Voetbalprimeur en kosning stendur yfir á heimasíðu miðilsins.
Ásamt Willum eru Brian Brobbey (Ajax), Sergino Dest (PSV), Lutsharel Geertruida (Feyenoord og Luuk de Jong (PSV) m.a. tilnefndir.
Willum hefur verið einn af lykilmönnum Go Ahead Eagles sem hefur bætt sig frá síðasta tímabili þar sem liðið hafnaði í 11. sæti.
Athugasemdir