Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mið 08. maí 2024 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Sneri til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Mynd: Valur
„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til baka og frábært að hafa fengið nokkrar mínútur," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir sigur í Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind var í kvöld að spila sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún samdi nýverið við Val og ætlar að spila með Hlíðarendafélaginu í sumar.

„Ég ætla fyrst og fremst að vinna báða titlana með liðinu. Auðvitað vil ég skora fullt af mörkum og þannig, en ég verð líka að vera raunsær. Ég er að koma til baka eftir barneign og það tekur smá tíma. Það er ekkert grín að koma til baka eftir barnsburð. Það er ógeðslega erfitt en það er gott að maður er með klikkaðan haus í þetta."

„Fyrst og fremst ætla ég að reyna að komast í frábært stand og svo vonandi hringir Steini (landsliðsþjálfari)."

Valdi Val fram yfir Breiðablik
Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum. Breiðablik reyndi líka að fá hana en hún valdi að fara í Val frekar.

„Það voru fleiri félög hérlendis og erlendis (sem sýndu áhuga) en ég átti frábæran fund með Pétri og Öddu (þjálfurum Vals) og var gríðarlega spennt fyrir þessu skrefi," segir Berglind.

„Ég var í samskiptum við Breiðablik en Valur sýndi töluvert meiri áhuga. Ég er virkilega ánægð með þetta skref."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Berglind ræðir nánar um endurkomuna á völlinn.
Athugasemdir
banner