Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   mið 08. maí 2024 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Sneri til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Mynd: Valur
„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til baka og frábært að hafa fengið nokkrar mínútur," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir sigur í Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind var í kvöld að spila sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún samdi nýverið við Val og ætlar að spila með Hlíðarendafélaginu í sumar.

„Ég ætla fyrst og fremst að vinna báða titlana með liðinu. Auðvitað vil ég skora fullt af mörkum og þannig, en ég verð líka að vera raunsær. Ég er að koma til baka eftir barneign og það tekur smá tíma. Það er ekkert grín að koma til baka eftir barnsburð. Það er ógeðslega erfitt en það er gott að maður er með klikkaðan haus í þetta."

„Fyrst og fremst ætla ég að reyna að komast í frábært stand og svo vonandi hringir Steini (landsliðsþjálfari)."

Valdi Val fram yfir Breiðablik
Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum. Breiðablik reyndi líka að fá hana en hún valdi að fara í Val frekar.

„Það voru fleiri félög hérlendis og erlendis (sem sýndu áhuga) en ég átti frábæran fund með Pétri og Öddu (þjálfurum Vals) og var gríðarlega spennt fyrir þessu skrefi," segir Berglind.

„Ég var í samskiptum við Breiðablik en Valur sýndi töluvert meiri áhuga. Ég er virkilega ánægð með þetta skref."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Berglind ræðir nánar um endurkomuna á völlinn.
Athugasemdir
banner