Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Flugfélag 777 Partners farið á hausinn
Mynd: Getty Images
Ástralska flugfélagið Bonza er orðið gjaldþrota vegna fjárhagsörðugleika fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners, sem er meirihlutaeigandi í flugfélaginu.

777 Partners hafa þurft að taka mikinn pening úr flugfélaginu til þess að halda enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á floti að undanförnu.

Fjárfestingafyrirtækið er að reyna að festa kaup á Everton, en eigendaskiptin hafa verið að ganga gríðarlega hægt og hafa helstu stuðningsmannahópar Everton misst trúna á að skiptin muni ganga í gegn.

777 Partners ætlar að gera allt í sínu valdi til að ganga frá kaupum á Everton, en ljóst er að fjárhagsforði fyrirtækisins er á þrotum.

Everton hefur stór áform fyrir framtíðina, þar sem félagið er að byggja nýjan leikvang í Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner