Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 10:03
Elvar Geir Magnússon
Forseti Getafe: Held að Greenwood verði áfram hjá okkur
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Getafe vonast til þess að halda Mason Greenwood á næsta tímabili. Þessi 22 ára enski sóknarmaður er á láni frá Manchester United en ekki er búist við því að hann snúi aftur til enska félagsins.

„Ef að strákurinn, foreldrar hans og félagið fengju að ráða þá yrði hann hérna á næsta tímabili," segir Angel Torres, forseti Getafe, í viðtali við útvarpsstöð Marca.

Greenwood hefur skorað 10 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum fyrir Getafe en liðið er í tíunda sæti í La Liga.

Greenwood kom til félagsins í september en þá var búið að fella niður ákærur á hans hendur. United sagði þá að það væri betra fyrir Greenwood að fara í annað félag og gaf í skyn að hann myndi ekki aftur spila fyrir liðið.

„Ef gott tilboð berst þá vill Manchester United selja hann, því hann mun ekki fara aftur til þeirra. Við þurfum að bíða þar til í lok júní. Það er mikil ánægja með hann og ég held að hann verði með okkur í annað tímabil, allavega þar til í janúar. Hann er góður fótboltamaður."

Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, sagði í febrúar að ekki væri búið að taka ákvörðun varðandi Greenwood. Atlético Madríd, Barcelona og Juventus eru öll sögð áhugasöm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner