Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, var með þrjá rétta þegar hún spáði í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Fjórða umferðin hefst svo í kvöld.
Alda Ólafsdóttir, sem fór af stað með látum hjá Fram fyrr í þessari viku, spáir í leikina sem eru framundan.
Alda Ólafsdóttir, sem fór af stað með látum hjá Fram fyrr í þessari viku, spáir í leikina sem eru framundan.
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan (18:00 í dag)
Breiðablik búnar að byrja mótið vel á meðan að Stjarnan hefur farið brösuglega af stað. Held hins vegar að þetta verði stál í stál leikur en Breiðablik mun að lokum landa 2-1 sigri.
FH 3 - 2 Þróttur R. (18:00 í dag)
Þetta verður leikur sem mun einkennast af mikilli baráttu þar sem bæði liðin vilja vera ofar í töflunni. Þetta verður opinn leikur með fullt af marktækifærum. Fyrrum liðsfélagi minn, Caroline Murray, setur 2 fyrir Þrótt en Breukelen skorar sigurmarkið fyrir FH í blálokin eftir stoðsendingu frá Andreu Rán.
Keflavík 0 - 3 Valur (18:00 í dag)
Valur tekur þennan leik örugglega 3-0. Amanda heldur áfram að sýna gæði sín og kemur að öllum mörkum Vals.
Víkingur R. 1 - 3 Þór/KA (16:00 á morgun)
Leikur tveggja liða sem hafa byrjað mótið vel en spurning hvort að Víkingur muni hafa markmann til taks á morgun. Sandra María hefur verið á eldi í upphafi móts og Hulda Ósk einnig verið öflug og munu þær sjá um mörkin fyrir Þór/KA og Bergdís mun setja eitt fyrir Víking.
Tindastóll 1 - 1 Fylkir (16:00 á morgun)
Nýliðarnir í Fylki hafa farið mjög vel af stað og Tindastóll náði í sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Bæði lið eru líkleg til að taka 3 stig úr þessum leik svo ég ætla að setja jafntefli á þetta. Lara mun skora skallamark fyrir Tindastól enda grjóthörð í ræktinni en Guðrún Karítas mun svo jafna leikinn fyrir Fylki.
Fyrri spámenn:
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir