Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 08. maí 2024 21:43
Brynjar Óli Ágústsson
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er viðbjóðsleg,'' sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn FH í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Þróttur R.

„Þetta var eins ógeðslegt og þetta verður. Liðið búið að spila vel, búið að vinna vel og búið að vera með yfirhöndina svona fram af því að við verðum manni færri. Þá náttúrulega jafnast leikar."

„Þegar FHingarnir missa mann þá er þetta aftur orðið jafnt í liðum 10 gegn 10. Það slökknar aðeins á okkur í þessu atriði í restina. Fótboltaleikir eru kláraðir í teigunum og við vorum ekki með skerpuna í fyrri hálfleik, sem hefur verið okkar saga í byrjun móts."

Þróttur er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir.

„Við höfum verið með yfirburði á ákveðnum sviðum en við erum ekki að setja boltann í netið. Við erum ekki að fá mikið af mörkum á okkur, en á meðan við skorum ekki þá er erfitt þegar andstæðingur skorar."

„Mér finnst frammistaðan, jafn skringilega og einhverjum kann að að finnast það, vera prýðileg og við þurfum að halda fast í það. Svo þurfum við að bæta það sem er að, við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir
banner