Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   mið 08. maí 2024 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Hvernig sannfærði Rúnar töframennina tvo? - „Þarf ekki að vera besti varnarmaður í heimi"
'Það er voða jákvætt núna að þetta gangi áfram og við þurfum bara að vonast til að við getum haldið áfram að sýna þessa vinnusemi sem menn eru að sýna.'
'Það er voða jákvætt núna að þetta gangi áfram og við þurfum bara að vonast til að við getum haldið áfram að sýna þessa vinnusemi sem menn eru að sýna.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred Saraiva.
Fred Saraiva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiago Fernandes.
Tiago Fernandes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekkert pláss fyrir leikmenn í neinu liði sem ætla ekki að vinna varnarleik.'
'Það er ekkert pláss fyrir leikmenn í neinu liði sem ætla ekki að vinna varnarleik.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Byrjunin hefur verið jákvæð og það hjálpar okkur þjálfurunum, hjálpar liðinu að hafa trú á því sem við þjálfararnir að predikera alla daga'
'Byrjunin hefur verið jákvæð og það hjálpar okkur þjálfurunum, hjálpar liðinu að hafa trú á því sem við þjálfararnir að predikera alla daga'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta snýst um staðsetningar.
Þetta snýst um staðsetningar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öflug byrjun Fram á mótinu hefur vakið athygli. Liðið er með 10 stig eftir fimm umferðir og varnarleikur liðsins ansi öflugur. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sagði við Fótbolta.net eftir sigur Fram gegn KR að hann hafi verið hálfþvingaður til að fara í þriggja miðvarða kerfi.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

Þeir Kennie Chopart, Kyle McLagan og Þorri Stefán Þorbjörnsson byrjuðu mótið í miðverðinum en gegn Adam Örn Arnarson inn í liðið fyrir Kennie. Miðverðirnir hafa fengið mikið lof.

Fyrir framan vörnina, á þriggja manna miðju, eru tveir ansi flinkir fótboltamenn. Það eru þeir Tiago og Fred sem hafa ekki verið þekktir fyrir mikinn varnarleik í Fram treyjunni.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í gær um þessa tvo öflugu leikmenn.

„Það er ekkert flókið að sannfæra þá um að sinna sínu hlutverki í þessu kerfi. Við erum búnir að æfa í allan vetur til að finna besta leikkerfið sem hentar þeim leikmannahóp sem ég er með. Á endanum var þetta niðurstaðan. Þegar þú ert með fimm manna varnarlínu þá er meiri skjöldur fyrir aftan þessa leikmenn (á miðjunni) ef eitthvað klikkar. Þeir eru búnir að vera mjög jákvæðir og áhugasamir. Um leið og þú færð góð úrslit og hlutirnir fara ganga upp þá hafa menn oftast meiri trú á verkefninu. Ég get kannski ekki sagt að allir hafi verið himinlifandi í upphafi en svo þegar hlutirnir virka þá sjá menn hvað er hægt að gera."

„Það er ekkert öðruvísi með þá og alla aðra, menn þurfa að hlaupa, berjast og vinna þessa grunnvinnu. Grunngildin í fótboltanum þurfa alltaf að vera til staðar ef árangur á að nást. Það er ekkert pláss fyrir leikmenn í neinu liði sem ætla ekki að vinna varnarleik. Þeir vita það alveg, þetta eru klókir strákar, góðir fótboltamenn og eins og staðan er núna þá held ég að allir séu sáttir með hvernig staðan er; hvað við erum að gera, hvernig við erum að verjast og hvernig við spilum þegar við erum með boltann. Það er margt jákvætt sem menn sjá í þessu þó að menn hoppi ekki hæð sína fyrst þegar menn sjá svona leikkerfi. Þetta virkar ofboðslega varnarsinnað."

„Við getum haldið boltanum vel og spilað boltanum fram á við þegar við erum með svona góða fótboltamenn á miðjunni. Það er hægt að spyrja Valsara sömu spurninga, þeir eru með Gylfa, Kristin Frey og Aron Jó í þessum sömu stöðum. Þeir hafa alltaf verið leikmenn sem hafa spilað í 'tíu' stöðunni eða sem senterar. Þetta er ekkert ólíkt."


Þarf ekkert að vera besti varnarmaður í heimi
Tiago hefur svolítið haft þann stimpil að nenna hreinlega ekki að verjast. Áttu eitthvað sérstakt samtal við hann til að sannfæra hann um að vera í 'sexunni'?

„Nei, eiginlega ekki. Honum fannst þetta skrítið í fyrsta skiptið sem ég setti hann í þessa stöðu á æfingu. Þá ræddum við það aðeins og ég útskýrði fyrir honum hvað ég vildi fá. Hann þarf ekkert að vera besti varnarmaður í heimi þó að hann spili þessa stöðu. Hann er með fimm varnarmenn fyrir aftan sig, þrjá hafsenta. Hann les leikinn vel, er góður varnarmaður; góður í að loka svæðum og lesa leikinn. Það er oft nóg til að vera góður varnarmaður. Þú þarft ekkert alltaf að vinna alla skallabolta og tækla alla."

„Þetta snýst um staðsetningar, loka á sendingarleiðir og svo eru áherslur fyrir hvern leik fyrir sig. Hann leysir þetta ofboðslega vel, virðist vera sáttur í þessu og er búinn að spila frábærlega fyrir okkur."

„Það sem er plúsinn við þetta er að þegar þú vinnur boltann þá ertu með menn sem eru þokkalega öruggir á boltanum og fara oft vel með hann. Það er mikilvægt fyrir okkur í þessu kerfi að geta haldið boltanum þegar við vinnum hann, að við séum ekki bara að negla fram og hanga í vörn - þó svo að það gerist líka inn á milli."


Getur átt geggjaðan leik en samt tapað
Í annarri umferð deildarinnar voru Framarar ansi óheppnir að fá ekki neitt út úr leik sínum við Víking. Framarar voru síst lakara liðið. Mótlætið þar virtist ekki slá þá út af laginu því þeir mættu vel gíraðir í leikinn gegn KR í 3. umferð.

„Þetta var auðvitað áfall fyrir menn sem voru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu. Þú getur átt alveg toppleik, spilað vel, varist vel en svo endar þú með að tapa 1-0. Almennt í fótbolta getur þú átt geggjaðan leik, skapað færi til að skora en svo skorar andstæðingurinn með langskoti upp í vinkilinn. Þú getur átt geggjaðan leik en samt tapað."

„Ef menn geta verið sáttir eftir leikinn með vinnuna sem þeir lögðu á sig og telja sig eiga miklu meira skilið en þeir fengu út úr leiknum þá er hægt að taka allt það jákvæða með sér áfram. Við tókum allt það jákvæða út úr Víkingsleiknum, spiluðum góðum varnarleik á móti þeim og gáfum þeim góðan leik. Það getur vel verið að við áttum meira skilið, en við vitum aldrei hvað hefði gerst, ekkert hægt að spá fyrir hvort við hefðum unnið leikinn þó að við hefðum fengið þetta mark gilt sem hugsanlega hefði átt að standa. Það þýðir ekkert að dvelja við það."

„Við reyndum að taka það jákvæða úr leiknum með okkur og fórum í leik á móti KR. Þeir voru búnir að vinna sína fyrstu tvo leiki. Við héldum okkar plani og reyndum að finna þær glufur sem við töldum að væru á þeirra liði og það bara heppnaðist. Sigur þar gaf okkur ennþá meiri trú."

„Byrjunin hefur verið jákvæð og það hjálpar okkur þjálfurunum, hjálpar liðinu að hafa trú á því sem við þjálfararnir að predikera alla daga. Ef það sem þú sem þjálfari ert að predikera alla daga heppnast ekki og það gengur skelfilega illa þá fara menn kannski hægt og rólega að missa trú og ætla þá að fara leysa hlutina á annan hátt sem er aldrei gott, hvorki fyrir liðið né þjálfarann. Það er voða jákvætt núna að þetta gangi áfram og við þurfum bara að vonast til að við getum haldið áfram að sýna þessa vinnusemi sem menn eru að sýna."

„Við þurfum virkilega að hafa fyrir hlutunum til að ná árangri í þessum fótbolta. Svo þurfum við að hafa smá heppni með okkur. 'So far so good' en það er mikið eftir af þessu tímabili, spilað þétt í báða enda og við erum ekkert að fara fram úr okkur þó svo að við séum staddir á ágætis stað í dag. Við horfum bjartir fram á veginn, ætlum að halda áfram að bæta okkur, verða betri. Mér finnst við ennþá geta bætt okkur á mörgum sviðum,"
sagði Rúnar.

Næsti leikur Fram er gegn Stjörnunni á útivelli á föstudagskvöld.
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner