Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Dómararnir báðu Tuchel afsökunar - „Ótrúlega slæm ákvörðun“
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, var allt annað en sáttur við ákvörðun dómarateymisins undir lok leiks í 2-1 tapinu gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en sú ákvörðun kostaði liðið.

Real Madrid lenti marki undir eftir stórkostlegt mark Alphonso Davies en snéri við taflinu með tveimur mörkum frá Joselu og vann leikinn.

„Við komumst næstum því áfram, næstum því. Þetta voru mjög óvenjuleg mistök frá besta leikmanni okkar í jöfnunarmarkinu. Síðan fáum við annað á okkur sem var mjög tæp ákvörðun,“ sagði Tuchel.

Þar á hann við um Manuel Neuer, markvörð liðsins, sem missti frá sér boltinn til Joselu sem jafnaði.

Í uppbótartíma leiksins virtist Bayern hafa jafnað á lokasekúndum leiksins er Matthijs De Ligt sparkaði boltanum í netið. Dómarinn hafði flautað rangstöðu á Noussair Mazraoui í aðdragandanum og kom De Ligt boltanum í markið eftir flautið.

Mazraoui var ekki rangstæður þegar hann fékk boltann en dómararnir báðust afsökunar eftir leikinn.

„Línuvörðurinn baðst afsökunar en það er engin hjálp í því. Dómarinn sömuleiðis, sem þarf ekki að flauta. Hann sér að við vinnum seinni boltann. Þetta er ótrúlega slæm ákvörðun og stangast á við reglur. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu,“ sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner