Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Potter tekur ekki við Ajax
Mynd: EPA
Enski þjálfarinn Graham Potter tekur ekki við hollenska liðinu Ajax eftir tímabilið. Hinn afar áreiðanlegi David Ornstein greinir frá þessu í dag.

Potter hefur verið án starfs síðasta árið eða frá því hann var rekinn frá Chelsea fyrir slakasta árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni síðan 1993.

Síðasta árið hefur hann verið að horfa í kringum sig í leit að rétta starfinu.

Athletic sagði frá því að hann væri efstur á blaði hjá hollenska liðinu Ajax. Hann fór í viðræður við Ajax og leist ágætlega á félagið, en hefur nú hafnað tækifærinu að taka við liðinu þar sem hann telur það ekki rétta verkefnið á þessum tímapunkti.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Ajax, aðeins tveimur árum eftir að hafa yfirgefið félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner