Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 08. maí 2024 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Agla María fagnar marki í kvöld.
Agla María fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María í leiknum.
Agla María í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er geggjað að skora svona mörg mörk og fyrri hálfleikurinn var sérstaklega ótrúlega vel spilaður hjá okkur," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Byrjunin á leiknum var ótrúleg og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-1 fyrir Blika.

„Já, þetta var alveg galið. Áslaug Munda fór víst inn að pissa og staðan var allt í einu orðin 2-1 þegar hún kom til baka. Það segir svolítið mikið. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast."

„Auðvitað er þetta alveg mikið breytt Stjörnulið en þessir leikir hafa verið mjög jafnir og við gerðum ráð fyrir því áfram. Að sama skapi eru þær kannski aðeins brotnar eftir seinustu leiki en mér fannst við gera þetta frábærlega."

„Það er alltaf gaman að vera í Breiðabliki, en sérstaklega þegar það gengur svona vel. Það er ekki sjálfsagt að vinna svona marga leiki í röð. Þetta er bara geggjað."

Agla María skoraði eitt af mörkum tímabilsins í leiknum með langskoti fyrir utan teig.

„Það var geggjað að skora svona mark upp í samskeytin fjær," sagði Agla María en hún fann það strax að hún hefði smellhitt boltann. „Heldur betur, hann var allan tímann á leiðinni inn."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi Bestu deildarinnar. Það voru miklar breytingar á liðinu í vetur en þær hafa heldur betur gengið vel upp til þessa.

„Mér finnst við alltaf vera að ná betur og betur saman. Sérstaklega inn á miðjunni. Það er frábært að hafa fengið Heiðu (Ragney Viðarsdóttur) frá Stjörnunni. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hún væri svona ógeðslega góður leikmaður. Það eru ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki að fá Heiðu inn í hópinn. Maður tekur ekki eftir öllu því sem hún er að gera. Hún er mjög mikilvægur leikmaður," segir Agla María.

„Hópurinn er mjög sterkur núna. Það er góð ára í Kópavoginum og ég hef fulla trú á okkur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner