Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mið 08. maí 2024 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Agla María fagnar marki í kvöld.
Agla María fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María í leiknum.
Agla María í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er geggjað að skora svona mörg mörk og fyrri hálfleikurinn var sérstaklega ótrúlega vel spilaður hjá okkur," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Byrjunin á leiknum var ótrúleg og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-1 fyrir Blika.

„Já, þetta var alveg galið. Áslaug Munda fór víst inn að pissa og staðan var allt í einu orðin 2-1 þegar hún kom til baka. Það segir svolítið mikið. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast."

„Auðvitað er þetta alveg mikið breytt Stjörnulið en þessir leikir hafa verið mjög jafnir og við gerðum ráð fyrir því áfram. Að sama skapi eru þær kannski aðeins brotnar eftir seinustu leiki en mér fannst við gera þetta frábærlega."

„Það er alltaf gaman að vera í Breiðabliki, en sérstaklega þegar það gengur svona vel. Það er ekki sjálfsagt að vinna svona marga leiki í röð. Þetta er bara geggjað."

Agla María skoraði eitt af mörkum tímabilsins í leiknum með langskoti fyrir utan teig.

„Það var geggjað að skora svona mark upp í samskeytin fjær," sagði Agla María en hún fann það strax að hún hefði smellhitt boltann. „Heldur betur, hann var allan tímann á leiðinni inn."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi Bestu deildarinnar. Það voru miklar breytingar á liðinu í vetur en þær hafa heldur betur gengið vel upp til þessa.

„Mér finnst við alltaf vera að ná betur og betur saman. Sérstaklega inn á miðjunni. Það er frábært að hafa fengið Heiðu (Ragney Viðarsdóttur) frá Stjörnunni. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hún væri svona ógeðslega góður leikmaður. Það eru ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki að fá Heiðu inn í hópinn. Maður tekur ekki eftir öllu því sem hún er að gera. Hún er mjög mikilvægur leikmaður," segir Agla María.

„Hópurinn er mjög sterkur núna. Það er góð ára í Kópavoginum og ég hef fulla trú á okkur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner