Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 08. maí 2024 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Agla María fagnar marki í kvöld.
Agla María fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María í leiknum.
Agla María í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er geggjað að skora svona mörg mörk og fyrri hálfleikurinn var sérstaklega ótrúlega vel spilaður hjá okkur," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Byrjunin á leiknum var ótrúleg og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-1 fyrir Blika.

„Já, þetta var alveg galið. Áslaug Munda fór víst inn að pissa og staðan var allt í einu orðin 2-1 þegar hún kom til baka. Það segir svolítið mikið. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast."

„Auðvitað er þetta alveg mikið breytt Stjörnulið en þessir leikir hafa verið mjög jafnir og við gerðum ráð fyrir því áfram. Að sama skapi eru þær kannski aðeins brotnar eftir seinustu leiki en mér fannst við gera þetta frábærlega."

„Það er alltaf gaman að vera í Breiðabliki, en sérstaklega þegar það gengur svona vel. Það er ekki sjálfsagt að vinna svona marga leiki í röð. Þetta er bara geggjað."

Agla María skoraði eitt af mörkum tímabilsins í leiknum með langskoti fyrir utan teig.

„Það var geggjað að skora svona mark upp í samskeytin fjær," sagði Agla María en hún fann það strax að hún hefði smellhitt boltann. „Heldur betur, hann var allan tímann á leiðinni inn."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi Bestu deildarinnar. Það voru miklar breytingar á liðinu í vetur en þær hafa heldur betur gengið vel upp til þessa.

„Mér finnst við alltaf vera að ná betur og betur saman. Sérstaklega inn á miðjunni. Það er frábært að hafa fengið Heiðu (Ragney Viðarsdóttur) frá Stjörnunni. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hún væri svona ógeðslega góður leikmaður. Það eru ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki að fá Heiðu inn í hópinn. Maður tekur ekki eftir öllu því sem hún er að gera. Hún er mjög mikilvægur leikmaður," segir Agla María.

„Hópurinn er mjög sterkur núna. Það er góð ára í Kópavoginum og ég hef fulla trú á okkur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner