Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 08. maí 2024 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María fagnar marki í kvöld.
Agla María fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María í leiknum.
Agla María í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er geggjað að skora svona mörg mörk og fyrri hálfleikurinn var sérstaklega ótrúlega vel spilaður hjá okkur," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Byrjunin á leiknum var ótrúleg og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-1 fyrir Blika.

„Já, þetta var alveg galið. Áslaug Munda fór víst inn að pissa og staðan var allt í einu orðin 2-1 þegar hún kom til baka. Það segir svolítið mikið. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast."

„Auðvitað er þetta alveg mikið breytt Stjörnulið en þessir leikir hafa verið mjög jafnir og við gerðum ráð fyrir því áfram. Að sama skapi eru þær kannski aðeins brotnar eftir seinustu leiki en mér fannst við gera þetta frábærlega."

„Það er alltaf gaman að vera í Breiðabliki, en sérstaklega þegar það gengur svona vel. Það er ekki sjálfsagt að vinna svona marga leiki í röð. Þetta er bara geggjað."

Agla María skoraði eitt af mörkum tímabilsins í leiknum með langskoti fyrir utan teig.

„Það var geggjað að skora svona mark upp í samskeytin fjær," sagði Agla María en hún fann það strax að hún hefði smellhitt boltann. „Heldur betur, hann var allan tímann á leiðinni inn."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi Bestu deildarinnar. Það voru miklar breytingar á liðinu í vetur en þær hafa heldur betur gengið vel upp til þessa.

„Mér finnst við alltaf vera að ná betur og betur saman. Sérstaklega inn á miðjunni. Það er frábært að hafa fengið Heiðu (Ragney Viðarsdóttur) frá Stjörnunni. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hún væri svona ógeðslega góður leikmaður. Það eru ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki að fá Heiðu inn í hópinn. Maður tekur ekki eftir öllu því sem hún er að gera. Hún er mjög mikilvægur leikmaður," segir Agla María.

„Hópurinn er mjög sterkur núna. Það er góð ára í Kópavoginum og ég hef fulla trú á okkur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner