Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 08. maí 2024 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María fagnar marki í kvöld.
Agla María fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María í leiknum.
Agla María í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er geggjað að skora svona mörg mörk og fyrri hálfleikurinn var sérstaklega ótrúlega vel spilaður hjá okkur," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Byrjunin á leiknum var ótrúleg og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-1 fyrir Blika.

„Já, þetta var alveg galið. Áslaug Munda fór víst inn að pissa og staðan var allt í einu orðin 2-1 þegar hún kom til baka. Það segir svolítið mikið. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast."

„Auðvitað er þetta alveg mikið breytt Stjörnulið en þessir leikir hafa verið mjög jafnir og við gerðum ráð fyrir því áfram. Að sama skapi eru þær kannski aðeins brotnar eftir seinustu leiki en mér fannst við gera þetta frábærlega."

„Það er alltaf gaman að vera í Breiðabliki, en sérstaklega þegar það gengur svona vel. Það er ekki sjálfsagt að vinna svona marga leiki í röð. Þetta er bara geggjað."

Agla María skoraði eitt af mörkum tímabilsins í leiknum með langskoti fyrir utan teig.

„Það var geggjað að skora svona mark upp í samskeytin fjær," sagði Agla María en hún fann það strax að hún hefði smellhitt boltann. „Heldur betur, hann var allan tímann á leiðinni inn."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi Bestu deildarinnar. Það voru miklar breytingar á liðinu í vetur en þær hafa heldur betur gengið vel upp til þessa.

„Mér finnst við alltaf vera að ná betur og betur saman. Sérstaklega inn á miðjunni. Það er frábært að hafa fengið Heiðu (Ragney Viðarsdóttur) frá Stjörnunni. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að hún væri svona ógeðslega góður leikmaður. Það eru ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki að fá Heiðu inn í hópinn. Maður tekur ekki eftir öllu því sem hún er að gera. Hún er mjög mikilvægur leikmaður," segir Agla María.

„Hópurinn er mjög sterkur núna. Það er góð ára í Kópavoginum og ég hef fulla trú á okkur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner