Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 09. maí 2024 20:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Dalvík/Reyni í dag þegar 2.umferð Lengjudeildar karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar sótti flottan sigur í fyrstu umferð á móti Leikni og sóttu aftur flott úrslit hér í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Dalvík/Reynir

„Við byrjum vel og erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Það er ekki hægt að byrja betur en það." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.

„Þetta var erfitt. Þeir eru helvíti góðir í þessari low-block vörn sinni og það þurfti bara mikla þolinmæði og mikla hreyfingu án bolta og með bolta. Aldrei missa hausin eða detta inn á tempóið hjá þeim og mér fannst við gera það mjög vel í dag." 

Eins og Gunnar Heiðar kom réttilega inn á þá var þetta mikið þolinmæðisverk og síðustu tvö mörk Njarðvíkinga komur undir lok leiks. 

„Þeir voru nýbúnir að skalla hérna í stöngina úr föstu leikatriði. Fótbolti er svona og getur verið brutal líka en sem betur fer datt hann ekki og við í næstu sókn náum að ógna markinu þeirra og náum svo að skora í kjölfarið á því." 

Njarðvíkingar skoruðu mark þegar rétt um 70 mínútur voru á klukkunni. Kenneth Hogg virtist skora nokkuð eðlilegt mark en eftir smá samtal milli dómara og aðstoðardómara var markið tekið af. 

„Ég spurði þá að því hérna og ég veit ekki hvort það var einhver VAR skjár eða eitthvað sem að þeir sáu eitthvað annað en allir hinir. Þeir segja óbein aukaspyrna og gult á Kaj Leo sem að ég veit ekkert hvaðan það kom eða hvar hann var þegar að þetta atriði gerðist. Við eigum eftir að sjá það vonandi á teipi en ég sá þetta ekki allavega." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner