Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 09. maí 2024 20:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Dalvík/Reyni í dag þegar 2.umferð Lengjudeildar karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar sótti flottan sigur í fyrstu umferð á móti Leikni og sóttu aftur flott úrslit hér í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Dalvík/Reynir

„Við byrjum vel og erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Það er ekki hægt að byrja betur en það." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.

„Þetta var erfitt. Þeir eru helvíti góðir í þessari low-block vörn sinni og það þurfti bara mikla þolinmæði og mikla hreyfingu án bolta og með bolta. Aldrei missa hausin eða detta inn á tempóið hjá þeim og mér fannst við gera það mjög vel í dag." 

Eins og Gunnar Heiðar kom réttilega inn á þá var þetta mikið þolinmæðisverk og síðustu tvö mörk Njarðvíkinga komur undir lok leiks. 

„Þeir voru nýbúnir að skalla hérna í stöngina úr föstu leikatriði. Fótbolti er svona og getur verið brutal líka en sem betur fer datt hann ekki og við í næstu sókn náum að ógna markinu þeirra og náum svo að skora í kjölfarið á því." 

Njarðvíkingar skoruðu mark þegar rétt um 70 mínútur voru á klukkunni. Kenneth Hogg virtist skora nokkuð eðlilegt mark en eftir smá samtal milli dómara og aðstoðardómara var markið tekið af. 

„Ég spurði þá að því hérna og ég veit ekki hvort það var einhver VAR skjár eða eitthvað sem að þeir sáu eitthvað annað en allir hinir. Þeir segja óbein aukaspyrna og gult á Kaj Leo sem að ég veit ekkert hvaðan það kom eða hvar hann var þegar að þetta atriði gerðist. Við eigum eftir að sjá það vonandi á teipi en ég sá þetta ekki allavega." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir