Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
banner
   fim 09. maí 2024 20:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Dalvík/Reyni í dag þegar 2.umferð Lengjudeildar karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar sótti flottan sigur í fyrstu umferð á móti Leikni og sóttu aftur flott úrslit hér í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Dalvík/Reynir

„Við byrjum vel og erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Það er ekki hægt að byrja betur en það." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.

„Þetta var erfitt. Þeir eru helvíti góðir í þessari low-block vörn sinni og það þurfti bara mikla þolinmæði og mikla hreyfingu án bolta og með bolta. Aldrei missa hausin eða detta inn á tempóið hjá þeim og mér fannst við gera það mjög vel í dag." 

Eins og Gunnar Heiðar kom réttilega inn á þá var þetta mikið þolinmæðisverk og síðustu tvö mörk Njarðvíkinga komur undir lok leiks. 

„Þeir voru nýbúnir að skalla hérna í stöngina úr föstu leikatriði. Fótbolti er svona og getur verið brutal líka en sem betur fer datt hann ekki og við í næstu sókn náum að ógna markinu þeirra og náum svo að skora í kjölfarið á því." 

Njarðvíkingar skoruðu mark þegar rétt um 70 mínútur voru á klukkunni. Kenneth Hogg virtist skora nokkuð eðlilegt mark en eftir smá samtal milli dómara og aðstoðardómara var markið tekið af. 

„Ég spurði þá að því hérna og ég veit ekki hvort það var einhver VAR skjár eða eitthvað sem að þeir sáu eitthvað annað en allir hinir. Þeir segja óbein aukaspyrna og gult á Kaj Leo sem að ég veit ekkert hvaðan það kom eða hvar hann var þegar að þetta atriði gerðist. Við eigum eftir að sjá það vonandi á teipi en ég sá þetta ekki allavega." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner