Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 09. maí 2024 20:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Dalvík/Reyni í dag þegar 2.umferð Lengjudeildar karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar sótti flottan sigur í fyrstu umferð á móti Leikni og sóttu aftur flott úrslit hér í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Dalvík/Reynir

„Við byrjum vel og erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Það er ekki hægt að byrja betur en það." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.

„Þetta var erfitt. Þeir eru helvíti góðir í þessari low-block vörn sinni og það þurfti bara mikla þolinmæði og mikla hreyfingu án bolta og með bolta. Aldrei missa hausin eða detta inn á tempóið hjá þeim og mér fannst við gera það mjög vel í dag." 

Eins og Gunnar Heiðar kom réttilega inn á þá var þetta mikið þolinmæðisverk og síðustu tvö mörk Njarðvíkinga komur undir lok leiks. 

„Þeir voru nýbúnir að skalla hérna í stöngina úr föstu leikatriði. Fótbolti er svona og getur verið brutal líka en sem betur fer datt hann ekki og við í næstu sókn náum að ógna markinu þeirra og náum svo að skora í kjölfarið á því." 

Njarðvíkingar skoruðu mark þegar rétt um 70 mínútur voru á klukkunni. Kenneth Hogg virtist skora nokkuð eðlilegt mark en eftir smá samtal milli dómara og aðstoðardómara var markið tekið af. 

„Ég spurði þá að því hérna og ég veit ekki hvort það var einhver VAR skjár eða eitthvað sem að þeir sáu eitthvað annað en allir hinir. Þeir segja óbein aukaspyrna og gult á Kaj Leo sem að ég veit ekkert hvaðan það kom eða hvar hann var þegar að þetta atriði gerðist. Við eigum eftir að sjá það vonandi á teipi en ég sá þetta ekki allavega." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner