Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 09. maí 2024 20:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Dalvík/Reyni í dag þegar 2.umferð Lengjudeildar karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar sótti flottan sigur í fyrstu umferð á móti Leikni og sóttu aftur flott úrslit hér í dag.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Dalvík/Reynir

„Við byrjum vel og erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina. Það er ekki hægt að byrja betur en það." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.

„Þetta var erfitt. Þeir eru helvíti góðir í þessari low-block vörn sinni og það þurfti bara mikla þolinmæði og mikla hreyfingu án bolta og með bolta. Aldrei missa hausin eða detta inn á tempóið hjá þeim og mér fannst við gera það mjög vel í dag." 

Eins og Gunnar Heiðar kom réttilega inn á þá var þetta mikið þolinmæðisverk og síðustu tvö mörk Njarðvíkinga komur undir lok leiks. 

„Þeir voru nýbúnir að skalla hérna í stöngina úr föstu leikatriði. Fótbolti er svona og getur verið brutal líka en sem betur fer datt hann ekki og við í næstu sókn náum að ógna markinu þeirra og náum svo að skora í kjölfarið á því." 

Njarðvíkingar skoruðu mark þegar rétt um 70 mínútur voru á klukkunni. Kenneth Hogg virtist skora nokkuð eðlilegt mark en eftir smá samtal milli dómara og aðstoðardómara var markið tekið af. 

„Ég spurði þá að því hérna og ég veit ekki hvort það var einhver VAR skjár eða eitthvað sem að þeir sáu eitthvað annað en allir hinir. Þeir segja óbein aukaspyrna og gult á Kaj Leo sem að ég veit ekkert hvaðan það kom eða hvar hann var þegar að þetta atriði gerðist. Við eigum eftir að sjá það vonandi á teipi en ég sá þetta ekki allavega." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir