Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 09. maí 2024 17:14
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís þýskur bikarmeistari þriðja árið í röð
Sveindís Jane fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum
Sveindís Jane fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þýskur bikarmeistari þriðja árið í röð eftir að Wolfsburg vann Bayern München, 2-0, í Íslendingaslag á RheinEnergie-leikvanginum í Köln í dag.

Á dögunum fagnaði Bayern München deildarmeistaratitlinum annað árið í röð og ætlaði Wolfsburg ekki að fara titlalaust í gegnum þetta tímabil.

Wolfsburg hafði unnið bikarinn níu ár í röð og bætti við tíunda titlinum í dag.

Jule Brand kom Wolfsburg yfir á 14. mínútu með skoti fyrir utan teig, en boltinn skoppaði klaufalega yfir markvörð Bayern og í fjærhornið.

Dominique Janssen gerði seinna mark Wolfsburg með skalla undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Sveindís Jane kom inn af bekknum á 68. mínútu og fagnaði sínum þriðja bikarmeistaratitli með Wolfsburg frá því hún kom til félagsins fyrir þremur árum. Þetta var þá tíundi bikarmeistaratitill Wolfsburg í röð.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, lék allan leikinn í miðri vörn hjá Bayern, en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp. Cecilía byrjaði að æfa á dögunum eftir erfið meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner