Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
   mið 08. maí 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er sú að við brugðumst allavega við í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afleitur, sérstaklega byrjunin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-1 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Þetta er framhald af hinum þremur leikjunum. Sendingaleikurinn okkar er mjög slakur, uppspilið er mjög slakt. Þegar við komumst í sókn erum við of langt frá senternum og hún fær litla hjálp. Varnarlega vorum við að gera vitleysur og við vorum ekki að þora að gera hlutina. Við náðum að laga það í hálfleik og við gerðum allavega eitthvað í málunum."

„Ég bíð bara eftir að geta séð þetta fyrsta mark, hvernig hún stóð svona lengi alein á milli tveggja hafsenta. Það er með ólíkindum hvernig þetta gerðist. Svo vorum við bara að gefa þeim mörk. Við vorum of mikið að gefa andstæðingnum boltann og þannig er það búið að vera í fyrstu fjórum leikjunum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna enn meira í."

„Ég held að við séum öll svekkt. Þetta var ekki eðlileg innkoma í leik hjá liði. Langt því frá," sagði Kristján en Stjarnan var 2-0 undir eftir tæpar fjórar mínútur. „Ég ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur. Þetta var eitt einstakt atvik í kvöld."

Það eru miklar breytingar á Stjörnuliðinu milli ára og margir lykilmenn frá síðasta tímabili hafa horfið á braut. Það er uppbygging í gangi í Garðabænum.

„Það eru níu leikmenn sem tóku flestar mínútur í fyrra ekki með okkur núna af mismunandi ástæðum. Það er töluvert mikið. Við höfum ekki fyllt hópinn af tilbúnum leikmönnum eins og kannski önnur lið, höfum sótt nokkrar og svo tekið úr yngri flokkum. Við erum að setja þetta saman en við sjáum á liðinu í fyrstu leikjunum að við erum ekki tilbúin. Það þarf að halda áfram að vinna í því."

Kristján hefur trú á því að hlutirnir geti breyst til hins betra á næstunni en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner