Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   mið 08. maí 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er sú að við brugðumst allavega við í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afleitur, sérstaklega byrjunin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-1 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Þetta er framhald af hinum þremur leikjunum. Sendingaleikurinn okkar er mjög slakur, uppspilið er mjög slakt. Þegar við komumst í sókn erum við of langt frá senternum og hún fær litla hjálp. Varnarlega vorum við að gera vitleysur og við vorum ekki að þora að gera hlutina. Við náðum að laga það í hálfleik og við gerðum allavega eitthvað í málunum."

„Ég bíð bara eftir að geta séð þetta fyrsta mark, hvernig hún stóð svona lengi alein á milli tveggja hafsenta. Það er með ólíkindum hvernig þetta gerðist. Svo vorum við bara að gefa þeim mörk. Við vorum of mikið að gefa andstæðingnum boltann og þannig er það búið að vera í fyrstu fjórum leikjunum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna enn meira í."

„Ég held að við séum öll svekkt. Þetta var ekki eðlileg innkoma í leik hjá liði. Langt því frá," sagði Kristján en Stjarnan var 2-0 undir eftir tæpar fjórar mínútur. „Ég ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur. Þetta var eitt einstakt atvik í kvöld."

Það eru miklar breytingar á Stjörnuliðinu milli ára og margir lykilmenn frá síðasta tímabili hafa horfið á braut. Það er uppbygging í gangi í Garðabænum.

„Það eru níu leikmenn sem tóku flestar mínútur í fyrra ekki með okkur núna af mismunandi ástæðum. Það er töluvert mikið. Við höfum ekki fyllt hópinn af tilbúnum leikmönnum eins og kannski önnur lið, höfum sótt nokkrar og svo tekið úr yngri flokkum. Við erum að setja þetta saman en við sjáum á liðinu í fyrstu leikjunum að við erum ekki tilbúin. Það þarf að halda áfram að vinna í því."

Kristján hefur trú á því að hlutirnir geti breyst til hins betra á næstunni en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner