Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 08. maí 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er sú að við brugðumst allavega við í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afleitur, sérstaklega byrjunin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-1 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Þetta er framhald af hinum þremur leikjunum. Sendingaleikurinn okkar er mjög slakur, uppspilið er mjög slakt. Þegar við komumst í sókn erum við of langt frá senternum og hún fær litla hjálp. Varnarlega vorum við að gera vitleysur og við vorum ekki að þora að gera hlutina. Við náðum að laga það í hálfleik og við gerðum allavega eitthvað í málunum."

„Ég bíð bara eftir að geta séð þetta fyrsta mark, hvernig hún stóð svona lengi alein á milli tveggja hafsenta. Það er með ólíkindum hvernig þetta gerðist. Svo vorum við bara að gefa þeim mörk. Við vorum of mikið að gefa andstæðingnum boltann og þannig er það búið að vera í fyrstu fjórum leikjunum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna enn meira í."

„Ég held að við séum öll svekkt. Þetta var ekki eðlileg innkoma í leik hjá liði. Langt því frá," sagði Kristján en Stjarnan var 2-0 undir eftir tæpar fjórar mínútur. „Ég ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur. Þetta var eitt einstakt atvik í kvöld."

Það eru miklar breytingar á Stjörnuliðinu milli ára og margir lykilmenn frá síðasta tímabili hafa horfið á braut. Það er uppbygging í gangi í Garðabænum.

„Það eru níu leikmenn sem tóku flestar mínútur í fyrra ekki með okkur núna af mismunandi ástæðum. Það er töluvert mikið. Við höfum ekki fyllt hópinn af tilbúnum leikmönnum eins og kannski önnur lið, höfum sótt nokkrar og svo tekið úr yngri flokkum. Við erum að setja þetta saman en við sjáum á liðinu í fyrstu leikjunum að við erum ekki tilbúin. Það þarf að halda áfram að vinna í því."

Kristján hefur trú á því að hlutirnir geti breyst til hins betra á næstunni en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner