Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   mið 08. maí 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er sú að við brugðumst allavega við í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afleitur, sérstaklega byrjunin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-1 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Þetta er framhald af hinum þremur leikjunum. Sendingaleikurinn okkar er mjög slakur, uppspilið er mjög slakt. Þegar við komumst í sókn erum við of langt frá senternum og hún fær litla hjálp. Varnarlega vorum við að gera vitleysur og við vorum ekki að þora að gera hlutina. Við náðum að laga það í hálfleik og við gerðum allavega eitthvað í málunum."

„Ég bíð bara eftir að geta séð þetta fyrsta mark, hvernig hún stóð svona lengi alein á milli tveggja hafsenta. Það er með ólíkindum hvernig þetta gerðist. Svo vorum við bara að gefa þeim mörk. Við vorum of mikið að gefa andstæðingnum boltann og þannig er það búið að vera í fyrstu fjórum leikjunum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna enn meira í."

„Ég held að við séum öll svekkt. Þetta var ekki eðlileg innkoma í leik hjá liði. Langt því frá," sagði Kristján en Stjarnan var 2-0 undir eftir tæpar fjórar mínútur. „Ég ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur. Þetta var eitt einstakt atvik í kvöld."

Það eru miklar breytingar á Stjörnuliðinu milli ára og margir lykilmenn frá síðasta tímabili hafa horfið á braut. Það er uppbygging í gangi í Garðabænum.

„Það eru níu leikmenn sem tóku flestar mínútur í fyrra ekki með okkur núna af mismunandi ástæðum. Það er töluvert mikið. Við höfum ekki fyllt hópinn af tilbúnum leikmönnum eins og kannski önnur lið, höfum sótt nokkrar og svo tekið úr yngri flokkum. Við erum að setja þetta saman en við sjáum á liðinu í fyrstu leikjunum að við erum ekki tilbúin. Það þarf að halda áfram að vinna í því."

Kristján hefur trú á því að hlutirnir geti breyst til hins betra á næstunni en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner