Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 09. maí 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega gott að fara héðan með þrjú stig. Þetta er erfiður útivöllur gegn mjög sterku liði Víkings. Þær eru vel skipulagðar og bara góðar í fótbolta og eru búnar að sýna og sanna að þær eiga heima í þessari deild. Það er því alls ekki sjálfsagt að koma hingað og sækja þrjú stig.“ Sagði Sandra María Jessen sem einu sinni sem oftar reyndist hetja Þórs/KA er hún skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Akureyringa á Víkingi í Víkinni er liðin mættust í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Lið Þórs/KA lenti undir í fyrri hálfleik þegar Shaina Faiena Ashouri kom Víkingum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Sandra María og liðsfélagar hennar bitu þó í skjaldarrendur við mótlætið, sýndu karakter og höfðu snúið leiknum sér í vil er flautað var til hálfleiks.

„Ég held að við höfum verið kannski pínu stressaðar þegar flautað var til leiks og ekki alveg nógu tilbúnar. En við stöppum í okkur stálinu og komum til baka sterkar, sýnum karakter og gott hugarfar og náum tveimur mörkum inn.“

Þau tíðindi gerðust í leiknum að lið Þórs/KA skoraði mark án þess að Sandra María sjálf sæi um að setja boltann í netið þó hún hafi vissulega átt stoðsendingu á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur er Þór/KA jafnaði metin í 1-1 á 16.mínútu leiksins. Ánægjulegt fyrir Söndru Maríu að vera ekki lengur ein á lista yfir markaskorara liðsins?

„Það er gaman að fá ný nöfn í þetta. Fyrir okkur skiptir samt engu máli hver það er sem skorar þessi mörk. Það er bara að við fáum þessi mörk og þessi stig og þá erum við ánægðar.“

Sagði Sandra María en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner