Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fim 09. maí 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega gott að fara héðan með þrjú stig. Þetta er erfiður útivöllur gegn mjög sterku liði Víkings. Þær eru vel skipulagðar og bara góðar í fótbolta og eru búnar að sýna og sanna að þær eiga heima í þessari deild. Það er því alls ekki sjálfsagt að koma hingað og sækja þrjú stig.“ Sagði Sandra María Jessen sem einu sinni sem oftar reyndist hetja Þórs/KA er hún skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Akureyringa á Víkingi í Víkinni er liðin mættust í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Lið Þórs/KA lenti undir í fyrri hálfleik þegar Shaina Faiena Ashouri kom Víkingum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Sandra María og liðsfélagar hennar bitu þó í skjaldarrendur við mótlætið, sýndu karakter og höfðu snúið leiknum sér í vil er flautað var til hálfleiks.

„Ég held að við höfum verið kannski pínu stressaðar þegar flautað var til leiks og ekki alveg nógu tilbúnar. En við stöppum í okkur stálinu og komum til baka sterkar, sýnum karakter og gott hugarfar og náum tveimur mörkum inn.“

Þau tíðindi gerðust í leiknum að lið Þórs/KA skoraði mark án þess að Sandra María sjálf sæi um að setja boltann í netið þó hún hafi vissulega átt stoðsendingu á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur er Þór/KA jafnaði metin í 1-1 á 16.mínútu leiksins. Ánægjulegt fyrir Söndru Maríu að vera ekki lengur ein á lista yfir markaskorara liðsins?

„Það er gaman að fá ný nöfn í þetta. Fyrir okkur skiptir samt engu máli hver það er sem skorar þessi mörk. Það er bara að við fáum þessi mörk og þessi stig og þá erum við ánægðar.“

Sagði Sandra María en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner