Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fim 09. maí 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Kvenaboltinn
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega gott að fara héðan með þrjú stig. Þetta er erfiður útivöllur gegn mjög sterku liði Víkings. Þær eru vel skipulagðar og bara góðar í fótbolta og eru búnar að sýna og sanna að þær eiga heima í þessari deild. Það er því alls ekki sjálfsagt að koma hingað og sækja þrjú stig.“ Sagði Sandra María Jessen sem einu sinni sem oftar reyndist hetja Þórs/KA er hún skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Akureyringa á Víkingi í Víkinni er liðin mættust í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Lið Þórs/KA lenti undir í fyrri hálfleik þegar Shaina Faiena Ashouri kom Víkingum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Sandra María og liðsfélagar hennar bitu þó í skjaldarrendur við mótlætið, sýndu karakter og höfðu snúið leiknum sér í vil er flautað var til hálfleiks.

„Ég held að við höfum verið kannski pínu stressaðar þegar flautað var til leiks og ekki alveg nógu tilbúnar. En við stöppum í okkur stálinu og komum til baka sterkar, sýnum karakter og gott hugarfar og náum tveimur mörkum inn.“

Þau tíðindi gerðust í leiknum að lið Þórs/KA skoraði mark án þess að Sandra María sjálf sæi um að setja boltann í netið þó hún hafi vissulega átt stoðsendingu á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur er Þór/KA jafnaði metin í 1-1 á 16.mínútu leiksins. Ánægjulegt fyrir Söndru Maríu að vera ekki lengur ein á lista yfir markaskorara liðsins?

„Það er gaman að fá ný nöfn í þetta. Fyrir okkur skiptir samt engu máli hver það er sem skorar þessi mörk. Það er bara að við fáum þessi mörk og þessi stig og þá erum við ánægðar.“

Sagði Sandra María en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner