Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fim 09. maí 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Kvenaboltinn
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Sandra María komst á blað í dag líkt og í öðrum leikjum Þórs/KA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega gott að fara héðan með þrjú stig. Þetta er erfiður útivöllur gegn mjög sterku liði Víkings. Þær eru vel skipulagðar og bara góðar í fótbolta og eru búnar að sýna og sanna að þær eiga heima í þessari deild. Það er því alls ekki sjálfsagt að koma hingað og sækja þrjú stig.“ Sagði Sandra María Jessen sem einu sinni sem oftar reyndist hetja Þórs/KA er hún skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Akureyringa á Víkingi í Víkinni er liðin mættust í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Lið Þórs/KA lenti undir í fyrri hálfleik þegar Shaina Faiena Ashouri kom Víkingum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Sandra María og liðsfélagar hennar bitu þó í skjaldarrendur við mótlætið, sýndu karakter og höfðu snúið leiknum sér í vil er flautað var til hálfleiks.

„Ég held að við höfum verið kannski pínu stressaðar þegar flautað var til leiks og ekki alveg nógu tilbúnar. En við stöppum í okkur stálinu og komum til baka sterkar, sýnum karakter og gott hugarfar og náum tveimur mörkum inn.“

Þau tíðindi gerðust í leiknum að lið Þórs/KA skoraði mark án þess að Sandra María sjálf sæi um að setja boltann í netið þó hún hafi vissulega átt stoðsendingu á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur er Þór/KA jafnaði metin í 1-1 á 16.mínútu leiksins. Ánægjulegt fyrir Söndru Maríu að vera ekki lengur ein á lista yfir markaskorara liðsins?

„Það er gaman að fá ný nöfn í þetta. Fyrir okkur skiptir samt engu máli hver það er sem skorar þessi mörk. Það er bara að við fáum þessi mörk og þessi stig og þá erum við ánægðar.“

Sagði Sandra María en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan

Athugasemdir