Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fim 09. maí 2024 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru gæði annarsvegar í því hvernig við refsuðum og komum til baka og skoruðum tvö mjög góð mörk. Og svo er það bara vinnusemi og feykilega mikill dugnaður og fórnfýsi.“
Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA um það hvað öðru fremur hefði búið að baki 2-1 sigri Akureyringa gegn Víkingi er liðin mættust í Fossvogi í Bestu deild kvenna fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Eftir að hafa tapað 3-1 gegn Val í fyrstu umferð hafa þrír sigrar fylgt í kjölfarið hjá liði Þór/KA. Jóhann er væntanlega sáttur með svarið sem liðið gaf eftir þessa fyrstu umferð?

„Ég er mjög súr ennþá eftir leikinn gegn Val. Það var ekki byrjunin á mótinu sem við ætluðum okkur. En það kemur ekki á óvart að stelpurnar hafi svarað svona. Við erum gríðarlega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það sést hér að þó að við gerum breytingar þá halda þær áfram og vita hvað þær eiga að gera og allar að berjast fyrir hvor aðra og liðið sitt.“

Sandra María Jessen er ekki lengur eini markaskorari Þórs/KA í Bestu deildinni þetta sumarið en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir gerði fyrra mark norðankvenna í dag. Jóhanni er samt nokkuð sama hver skorar mörkin svo lengi sem þau láta sjá sig.

„Nú þarf Sandra að fara að vara sig þegar önnur er komin í spilið. Þetta er ennþá alveg galin tölfræði en þegar við keyrum heim á eftir þá er mér alveg sama hver skorar mörkin. Ég og þjálfararnir ræðum örugglega meira liðið og sigurinn og hvernig það fór heldur en hver skoraði. En það var gaman að sjá annað nafn í markaskorun í dag.“

Athugasemdir