Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
banner
   fim 09. maí 2024 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru gæði annarsvegar í því hvernig við refsuðum og komum til baka og skoruðum tvö mjög góð mörk. Og svo er það bara vinnusemi og feykilega mikill dugnaður og fórnfýsi.“
Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA um það hvað öðru fremur hefði búið að baki 2-1 sigri Akureyringa gegn Víkingi er liðin mættust í Fossvogi í Bestu deild kvenna fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Eftir að hafa tapað 3-1 gegn Val í fyrstu umferð hafa þrír sigrar fylgt í kjölfarið hjá liði Þór/KA. Jóhann er væntanlega sáttur með svarið sem liðið gaf eftir þessa fyrstu umferð?

„Ég er mjög súr ennþá eftir leikinn gegn Val. Það var ekki byrjunin á mótinu sem við ætluðum okkur. En það kemur ekki á óvart að stelpurnar hafi svarað svona. Við erum gríðarlega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það sést hér að þó að við gerum breytingar þá halda þær áfram og vita hvað þær eiga að gera og allar að berjast fyrir hvor aðra og liðið sitt.“

Sandra María Jessen er ekki lengur eini markaskorari Þórs/KA í Bestu deildinni þetta sumarið en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir gerði fyrra mark norðankvenna í dag. Jóhanni er samt nokkuð sama hver skorar mörkin svo lengi sem þau láta sjá sig.

„Nú þarf Sandra að fara að vara sig þegar önnur er komin í spilið. Þetta er ennþá alveg galin tölfræði en þegar við keyrum heim á eftir þá er mér alveg sama hver skorar mörkin. Ég og þjálfararnir ræðum örugglega meira liðið og sigurinn og hvernig það fór heldur en hver skoraði. En það var gaman að sjá annað nafn í markaskorun í dag.“

Athugasemdir
banner
banner
banner