Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fim 09. maí 2024 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru gæði annarsvegar í því hvernig við refsuðum og komum til baka og skoruðum tvö mjög góð mörk. Og svo er það bara vinnusemi og feykilega mikill dugnaður og fórnfýsi.“
Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA um það hvað öðru fremur hefði búið að baki 2-1 sigri Akureyringa gegn Víkingi er liðin mættust í Fossvogi í Bestu deild kvenna fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Eftir að hafa tapað 3-1 gegn Val í fyrstu umferð hafa þrír sigrar fylgt í kjölfarið hjá liði Þór/KA. Jóhann er væntanlega sáttur með svarið sem liðið gaf eftir þessa fyrstu umferð?

„Ég er mjög súr ennþá eftir leikinn gegn Val. Það var ekki byrjunin á mótinu sem við ætluðum okkur. En það kemur ekki á óvart að stelpurnar hafi svarað svona. Við erum gríðarlega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það sést hér að þó að við gerum breytingar þá halda þær áfram og vita hvað þær eiga að gera og allar að berjast fyrir hvor aðra og liðið sitt.“

Sandra María Jessen er ekki lengur eini markaskorari Þórs/KA í Bestu deildinni þetta sumarið en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir gerði fyrra mark norðankvenna í dag. Jóhanni er samt nokkuð sama hver skorar mörkin svo lengi sem þau láta sjá sig.

„Nú þarf Sandra að fara að vara sig þegar önnur er komin í spilið. Þetta er ennþá alveg galin tölfræði en þegar við keyrum heim á eftir þá er mér alveg sama hver skorar mörkin. Ég og þjálfararnir ræðum örugglega meira liðið og sigurinn og hvernig það fór heldur en hver skoraði. En það var gaman að sjá annað nafn í markaskorun í dag.“

Athugasemdir
banner
banner
banner