Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 09. maí 2024 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru gæði annarsvegar í því hvernig við refsuðum og komum til baka og skoruðum tvö mjög góð mörk. Og svo er það bara vinnusemi og feykilega mikill dugnaður og fórnfýsi.“
Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA um það hvað öðru fremur hefði búið að baki 2-1 sigri Akureyringa gegn Víkingi er liðin mættust í Fossvogi í Bestu deild kvenna fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Þór/KA

Eftir að hafa tapað 3-1 gegn Val í fyrstu umferð hafa þrír sigrar fylgt í kjölfarið hjá liði Þór/KA. Jóhann er væntanlega sáttur með svarið sem liðið gaf eftir þessa fyrstu umferð?

„Ég er mjög súr ennþá eftir leikinn gegn Val. Það var ekki byrjunin á mótinu sem við ætluðum okkur. En það kemur ekki á óvart að stelpurnar hafi svarað svona. Við erum gríðarlega ánægð með hópinn okkar eins og hann er núna. Það sést hér að þó að við gerum breytingar þá halda þær áfram og vita hvað þær eiga að gera og allar að berjast fyrir hvor aðra og liðið sitt.“

Sandra María Jessen er ekki lengur eini markaskorari Þórs/KA í Bestu deildinni þetta sumarið en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir gerði fyrra mark norðankvenna í dag. Jóhanni er samt nokkuð sama hver skorar mörkin svo lengi sem þau láta sjá sig.

„Nú þarf Sandra að fara að vara sig þegar önnur er komin í spilið. Þetta er ennþá alveg galin tölfræði en þegar við keyrum heim á eftir þá er mér alveg sama hver skorar mörkin. Ég og þjálfararnir ræðum örugglega meira liðið og sigurinn og hvernig það fór heldur en hver skoraði. En það var gaman að sjá annað nafn í markaskorun í dag.“

Athugasemdir