Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 08. maí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sterkur sigur og það er stígandi í hverjum leik hjá okkur. Við erum ánægðar með úrslitin," sagði Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Breiðablik var með mikla yfirburði í leiknum og sigurinn var rosalega sanngjarn.

„Allavega í fyrri hálfleiknum, þá vorum við að yfirspila þær og svoleiðis. Mér fannst þær þétta raðirnar í seinni hálfleik og þá var erfiðara að brjótast í gegnum það. Þetta var heilt yfir flottur leikur," segir Heiða.

Frekar skrítið
Hún segir að það hafi verið frekar skrítið að spila á móti Stjörnunni, liðinu sem hún spilaði með frá 2020 til 2023.

„Mér leið alveg smá illa fyrir leikinn, var alveg með smá í maganum. Þetta eru allt frábærar stelpur og það var engin reiði með það að ég hafi skipt. Þetta var allt í lagi."

„Ég átti þvílíkt góð ár í Stjörnunni. Það var mjög erfitt að skipta. Það eru enn sterkar tilfinningar en svo verður maður bara að aðlagast nýju. Við erum að standa okkur vel hérna og við verðum að halda áfram."

Hún hugsaði sig vel og vandlega um áður en hún fór frá Stjörnunni í Breiðablik, en það er ekki ákvörðunin sem hún sér eftir í dag.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun og ég tók hana mjög seint. Ég skrifaði undir í enda janúar en ég var samningslaus frá því í október. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir og þá aðallega því æfingarnar voru rosalega erfiðar. Ég kom ekki inn í nógu góðu formi og veturinn var ógeðslega erfiður. Það er gott að sumarið er komið og þú sérð á liðinu að við erum í ógeðslega góðu formi. Það er gott að við erum að uppskera núna."

„Ég er hrifin af þjálfarateyminu og þau voru búin að gera flotta hluti með Þrótt. Svo var þetta bara flott verkefni. Mér vantaði smá breytingu eftir að hafa verið í þrjú ár í Stjörnunni. Mér fannst þau ekki taka skref fram á við með hópinn og ég var ekki alveg sátt með það. Ég er að verða 29 ára og ég þarf að gera þetta af alvöru fyrir mig. Ég þurfti meiri áskorun," segir Heiða en Breiðablik er núna á toppnum með fullt hús stiga.

„Ég verð bara að standa með minni ákvörðun og ég er bara sátt. Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt sumar. Við erum með þvílíkt breiðan hóp. Við sjáum Olla og Katrínu koma inn á í dag sem er bara fáránlegt. Ég er mjög spennt fyrir þessu sumri og vona að við höldum áfram að vaxa."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner