PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   mið 08. maí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Kvenaboltinn
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sterkur sigur og það er stígandi í hverjum leik hjá okkur. Við erum ánægðar með úrslitin," sagði Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Breiðablik var með mikla yfirburði í leiknum og sigurinn var rosalega sanngjarn.

„Allavega í fyrri hálfleiknum, þá vorum við að yfirspila þær og svoleiðis. Mér fannst þær þétta raðirnar í seinni hálfleik og þá var erfiðara að brjótast í gegnum það. Þetta var heilt yfir flottur leikur," segir Heiða.

Frekar skrítið
Hún segir að það hafi verið frekar skrítið að spila á móti Stjörnunni, liðinu sem hún spilaði með frá 2020 til 2023.

„Mér leið alveg smá illa fyrir leikinn, var alveg með smá í maganum. Þetta eru allt frábærar stelpur og það var engin reiði með það að ég hafi skipt. Þetta var allt í lagi."

„Ég átti þvílíkt góð ár í Stjörnunni. Það var mjög erfitt að skipta. Það eru enn sterkar tilfinningar en svo verður maður bara að aðlagast nýju. Við erum að standa okkur vel hérna og við verðum að halda áfram."

Hún hugsaði sig vel og vandlega um áður en hún fór frá Stjörnunni í Breiðablik, en það er ekki ákvörðunin sem hún sér eftir í dag.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun og ég tók hana mjög seint. Ég skrifaði undir í enda janúar en ég var samningslaus frá því í október. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir og þá aðallega því æfingarnar voru rosalega erfiðar. Ég kom ekki inn í nógu góðu formi og veturinn var ógeðslega erfiður. Það er gott að sumarið er komið og þú sérð á liðinu að við erum í ógeðslega góðu formi. Það er gott að við erum að uppskera núna."

„Ég er hrifin af þjálfarateyminu og þau voru búin að gera flotta hluti með Þrótt. Svo var þetta bara flott verkefni. Mér vantaði smá breytingu eftir að hafa verið í þrjú ár í Stjörnunni. Mér fannst þau ekki taka skref fram á við með hópinn og ég var ekki alveg sátt með það. Ég er að verða 29 ára og ég þarf að gera þetta af alvöru fyrir mig. Ég þurfti meiri áskorun," segir Heiða en Breiðablik er núna á toppnum með fullt hús stiga.

„Ég verð bara að standa með minni ákvörðun og ég er bara sátt. Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt sumar. Við erum með þvílíkt breiðan hóp. Við sjáum Olla og Katrínu koma inn á í dag sem er bara fáránlegt. Ég er mjög spennt fyrir þessu sumri og vona að við höldum áfram að vaxa."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner