Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
banner
   mið 08. maí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Kvenaboltinn
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sterkur sigur og það er stígandi í hverjum leik hjá okkur. Við erum ánægðar með úrslitin," sagði Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Breiðablik var með mikla yfirburði í leiknum og sigurinn var rosalega sanngjarn.

„Allavega í fyrri hálfleiknum, þá vorum við að yfirspila þær og svoleiðis. Mér fannst þær þétta raðirnar í seinni hálfleik og þá var erfiðara að brjótast í gegnum það. Þetta var heilt yfir flottur leikur," segir Heiða.

Frekar skrítið
Hún segir að það hafi verið frekar skrítið að spila á móti Stjörnunni, liðinu sem hún spilaði með frá 2020 til 2023.

„Mér leið alveg smá illa fyrir leikinn, var alveg með smá í maganum. Þetta eru allt frábærar stelpur og það var engin reiði með það að ég hafi skipt. Þetta var allt í lagi."

„Ég átti þvílíkt góð ár í Stjörnunni. Það var mjög erfitt að skipta. Það eru enn sterkar tilfinningar en svo verður maður bara að aðlagast nýju. Við erum að standa okkur vel hérna og við verðum að halda áfram."

Hún hugsaði sig vel og vandlega um áður en hún fór frá Stjörnunni í Breiðablik, en það er ekki ákvörðunin sem hún sér eftir í dag.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun og ég tók hana mjög seint. Ég skrifaði undir í enda janúar en ég var samningslaus frá því í október. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir og þá aðallega því æfingarnar voru rosalega erfiðar. Ég kom ekki inn í nógu góðu formi og veturinn var ógeðslega erfiður. Það er gott að sumarið er komið og þú sérð á liðinu að við erum í ógeðslega góðu formi. Það er gott að við erum að uppskera núna."

„Ég er hrifin af þjálfarateyminu og þau voru búin að gera flotta hluti með Þrótt. Svo var þetta bara flott verkefni. Mér vantaði smá breytingu eftir að hafa verið í þrjú ár í Stjörnunni. Mér fannst þau ekki taka skref fram á við með hópinn og ég var ekki alveg sátt með það. Ég er að verða 29 ára og ég þarf að gera þetta af alvöru fyrir mig. Ég þurfti meiri áskorun," segir Heiða en Breiðablik er núna á toppnum með fullt hús stiga.

„Ég verð bara að standa með minni ákvörðun og ég er bara sátt. Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt sumar. Við erum með þvílíkt breiðan hóp. Við sjáum Olla og Katrínu koma inn á í dag sem er bara fáránlegt. Ég er mjög spennt fyrir þessu sumri og vona að við höldum áfram að vaxa."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner