Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 08. maí 2024 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í Fótbolti.net bikarnum - Meistararnir fá erfiðan leik og nágrannaslagir
Víðir Garði eru ríkjandi meistarar.
Víðir Garði eru ríkjandi meistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fer í heimsókn til nágranna sinna úr Þorlákshöfn.
Selfoss fer í heimsókn til nágranna sinna úr Þorlákshöfn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Núna rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit Fótbolti.net bikarnum, bikarkeppni neðri deilda.

Víðir eru handhafar bikarsins eftir að hafa unnið KFG 2-1 í fyrsta úrslitaleik keppninnar á síðasta ári, en þeir fá erfiðan leik gegn Haukum sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar.

Þá eru tveir nágrannaslagir því Árbær - sem spilar reyndar í Breiðholti núna - mætir Elliða og Selfoss heimsækir Ægi. Verða það mjög svo áhugaverðir leikir.

32-liða úrslitin fara fram miðvikudaginn 19. júní.

32-liða úrslitin:
KV - Vængir Júpíters
Magni - Hamar
Víkingur Ó. - Kormákur/Hvöt
Ýmir - KÁ
Tindastóll - Reynir S.
Höttur/Huginn - Kári
KH - Sindri
Víðir - Haukar
Árbær - Elliði
RB - KF
KFG - Þróttur V.
Ægir - Selfoss
Hvíti Riddarinn - Völsungur
KFA - ÍH
KFK - Skallagrímur
Árborg - Augnablik

Úrslitaleikurinn mun svo fara fram á Laugardalsvelli, alveg eins og í fyrra. Þetta er önnur útgáfan af þessari skemmtilegu keppni. Líkt og í fyrra verður fjallað vel um keppnina hér á Fótbolta.net með umfjöllunum, viðtölum, sérfræðingum og hlaðvarpsþáttum. Auk þess verður keppnin áberandi á samfélagsmiðlum og úrslitaleiknum gert hátt undir höfði.
Athugasemdir
banner
banner