Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttaðist að krossbandið væri farið en gæti spilað næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, þurfti að fara af velli í uppbótartíma gegn KR á sunnudag. Hrannar fékk á sig högg eftir návígi við Aron Þórð Albertsson og haltraði um völlinn í smá tíma þar til hægt var að undirbúa skiptingu.

Hrannar var augljóslega kvalinn en í samtali við Fótbolta.net segist hann vonast til að ná leiknum gegn Val á laugardag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

„Hann keyrði inn í mig og fer í hnéð á mér," sagði Hrannar sem var ekki sáttur við Aron.

Atvikið átti sér stað úti við hliðarlínu við varamannabekk KR. Aron var nýbúinn að fá gult spjald fyrir brot á Daníel Hafsteinssyni. Engin aukaspyrna var dæmd í þessu atviki, Aron var með boltann en missti hann út fyrir hliðarlínuna og Hrannar var að gera sig kláran í að taka innkast þegar Aron fór í hann.

„Mér leist ekkert á þetta. Þetta var þungt högg á hnéð. Ég stóð ekki í fótinn næstu mínúturnar á eftir. Miðað við sársauka hélt ég að krossbandið væri farið aftur, þetta var sama hné og fór sumarið 2021. Þegar ég vaknaði í gær þá var bara væn bólga, öll liðbönd heil og ekkert vandamál. Ég er klár í næsta leik," sagði Hrannar.

Hrannar er 31 árs bakvörður sem hefur leikið með KA frá árinu 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner