Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fös 03. júní 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn verður stærsta nafnið á Laugardalsvelli
Pawson dæmdi úrslitaleik FA-bikarsins.
Pawson dæmdi úrslitaleik FA-bikarsins.
Mynd: Getty Images
Eftir jafnteflið gegn Ísrael heldur íslenska landsliðið heim og mun á mánudagskvöld mæta Albaníu á Laugardalsvelli.

Enski úrvalsdeildardómarinn Craig Pawson mun dæma leikinn. Flestir íslenskir fótboltaáhugamenn kannast við Pawson sem dæmdi bikarúrslitaleik Chelsea og Liverpool á Wembley fyrir nokkrum vikum síðan.

Hann hefur dæmt í deild þeirra bestu á Englandi í tæpan áratug.

Lee Betts og Harry Lennard eru aðstoðardómarar leiksins á mánudag og fjórði dómari er John Brooks sem byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili.

Íslenska landsliðið hóf Þjóðadeildina á 2-2 jafntefli í Ísrael í gær. Leikurinn á mánudag verður fyrsti leikur Albaníu í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner