Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 04. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Undanúrslit í Laugardalshöllinni
Mynd: Vængir Júpiters
Það eru nokkrir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem keppt er í undanúrslitum Íslandsmótsins í Futsal auk leikja í Reykjavíkurmótinu og Kjarnafæðismótinu.

Vængir Júpíters hefja daginn á undanúrslitaleik gegn Ísbirninum í Futsal en Vængirnir hafa verið besta innanhússlið Íslands undanfarin ár.

Sameinað lið Aftureldingar og Hvíta riddarans mætir Víkingi Ólafsvík í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 14:00.

Í Reykjavíkurmótinu eigast Fjölnir og Þróttur R. við og þá eru þrír leikir á dagskrá í Kjarnafæðismótinu, þar sem KA 2 og Ka 3 eiga leiki við Magna og Hött/Hugin áður en Dalvík/Reynir mætir Völsungi.

Íslandsmótið í Futsal:
12:00 Vængir Júpíters - Ísbjörninn (Laugardalshöll)
14:00 Afturelding/Hvíti - Víkingur Ó. (Laugardalshöll)

Reykjavíkurmótið:
15:15 Fjölnir - Þróttur R. (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið:
15:15 KA2 - Magni (Boginn)
17:15 KA3 - Höttur/Huginn (Boginn)
19:15 Dalvík/Reynir - Völsungur (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner