Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 04. september 2021 19:45
Aksentije Milisic
Lengjudeild-kvenna: KR komið í Pepsi Max deildina (Staðfest) - Augnablik með lífsnauðsynlegan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild kvenna en spilað var í næst síðustu umferðinni í dag.

Það er allt galopið í toppbaráttunni sem og í botnbaráttunni fyrir lokaumferðina. KR vann 2-0 sigur á Haukum og komst þannig upp í Pepsi Max deildina á ný en mikil barátta er um annað sætið.

Augnablik mætti þá Gróttu í miklum fallslag og þar unnu heimastúlkur 2-1 sigur. Lífsnauðsynlegur sigur en Augnablik og ÍA eru í tveimur neðstu sætunum, tveimur stigum á eftir bæði Gróttu og HK.

Því er ljóst að það verður allt undir í síðustu umferð deildarinnar sem verður leikinn á fimmtudaginn næstkomandi.

KR 2-0 Haukar
1-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('42)
2-0 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('57)

Augnablik 2-1 Grótta
0-1 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('15)
1-1 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('25)
2-1 Viktoría París Sabido ('58)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner