Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fim 09. júní 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski reifst við Nagelsmann
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: EPA
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski vill komast frá Bayern München og hefur fallið í ónáð hjá stuðningsmönnum eftir hegðun sína og ummæli.

Greint er frá því að hann og Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, hafi rifist á æfingasvæðinu þegar Nagelsmann var að segja Lewandowski hvar hann ætti að staðsetja sig og hvaða hlaup hann ætti að taka í fyrirgjöfum.

En Lewandowski brást illa við tilmælunum og svaraði: „Ég er búinn að skora 41 mark á tímabilinu, ekki þú".

Lewandowski hefur sagt að sinni sögu í München sé lokið en hann á enn eitt ár eftir af samningi sínum. Hann vill fara til Barcelona.

„Ég vil bara fara frá Bayern. Hollusta og virðing eru mikilvægari hlutir en vinnan. Besta í stöðunni er að finna sameiginlega lausn. Félagið vildi ekki hlusta á mig fyrr en í lok tímabilsins. Eitthvað dó innra með mér - og það er ómögulegt að komast yfir það," sagði Lewandowski í viðtali á dögunum.

Æðstu menn Bayern München eru allt annað en sáttir við hvernig Lewandowski hefur talað í viðtölum.
Athugasemdir
banner
banner