Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 10. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðin á Símamótinu nefnd eftir fyrirmyndunum
Það er lið sem heitir Olga Færseth á mótinu.
Það er lið sem heitir Olga Færseth á mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Símamótið 2021 er komið af stað. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og eru keppendur um 3000 talsins.

Það er skemmtileg tilbreyting við mótið í ár að liðin sem taka þátt eru öll með sérstakt heiti.

Í staðinn fyrir að nefna liðin 1-2-3 eða A-B-C lið, þá eru þau skýrð í höfuðið á fótboltahetjum. Þau eru skýrð eftir leikmönnum félaga, landsliðskonum eða fyrrum hetjum.

„Frábær leið til að vekja athygli á leikmönnum í kvennaboltanum," skrifar fótboltaþjálfarinn Daði Rafnsson á Twitter.

Þegar litið er yfir liðin sem taka þátt á mótinu má meðal annars sjá lið sem heita Olga Færseth, Elín Metta, Sveindís Jane og Margrét Lára.

Hægt er að renna yfir lista yfir liðin með því að smella hérna.

Allir leikir í mótinu fara fram á völlum á félagssvæði Breiðabliks en hægt er að horfa á mótið í Sjónvarpi Símans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner