Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 11. janúar 2023 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Watford fær Matheus Martins á láni frá Udinese (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Matheus Martins er mættur til Watford á láni frá Udinese. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lundúnarliðinu.

Martins, sem er 19 ára gamall, var keyptur til Udinese frá Fluminense á dögunum.

Udinese og Watford eru bæði í eigu Pozzo-fjölskyldunnar og hefur Martins nú verið lánaður til Englands út tímabilið.

Martins hefur æft með Watford síðustu daga en nú er beðið eftir að hann fái atvinnuleyfi til þess að spila gegn Blackpool um helgina.

Watford er í 4. sæti deildarinnar með 40 stig og á Martins að hjálpa liðinu að komast aftur í deild þeirra bestu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner