Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 11. september 2021 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: Ronaldo er náttúrlega eitthvað annað
Steve Bruce og Ole Gunnar Solskjær
Steve Bruce og Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í endurkomunni gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag en Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að liðið hefði getað eyðilagt teitið.

Man Utd vann leikinn 4-1. Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi áður en Javier Manquillo jafnaði metin. Ronaldo skoraði svo annað mark sitt eftir góða sendingu frá Luke Shaw áður en þeir Bruno Fernandes og Jesse Lingard gerðu út um leikinn.

Bruce segir að Newcastle hafi nú fengið tækifærin til að skemma teitið en það reyndist þeim þó erfitt að stöðva einn og ef ekki besta leikmann heims.

„Við fengum meira en eitt og tvö tækifæri til að skemma teitið, þannig við fengum alveg færi og sköpuðum þau en ég er vonsvikinn að við gáfum svona mörg léleg mörk og það kostaði okkur í dag," sagði Bruce.

„Fyrsta markið var stórt. Við áttum skilið að vera í 0-0 í hálfleik en þetta er eðlishvötin. Ronaldo fylgir boltanum á eftir og varnarmennirnir gera það ekki og þannig fá þeir fyrsta markið."

„Ef það er í raun ofurstjarna á meðal oss þá er það þessi strákur með allt sem hann hefur afrekað. Við urðum vitni að því aftur í dag. Ronaldo er eitthvað annað,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner