Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 12. júní 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný handarbrotnaði gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, varð fyrir því óláni að handarbrotna á föstudaginn. Guðný handarbrotnaði á 55. mínútu í leik ÍBV og Stjörnunnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  4 Stjarnan

„Fyrirgjöf sem Guðný nær að slá út í teiginn þar sem Jasmín potar boltanum inn. Guðný liggur meidd eftir og vill fá aukaspyrnu á Katrínu [Ásbjörnsdóttur, leikmann Stjörnunnar] sem virðist hafa stigið á hana í aðdragandanum," skrifaði Eyþór Daði Kjartansson í beinni textalýsingu frá leiknum. Ekkert var dæmt og Stjanan komst í 0-3.

Á 61. mínútu fór Guðný svo af velli þar sem hún gat ekki haldið leik áfram.

Guðný staðfesti við Fótbolta.net í dag að hún væri handarbrotin. Hún bíður eftir því að komast í aðgerð. Líklegt er að hún verði frá út júlí vegna meiðslanna.

Varamarkvörður ÍBV er Lavinia Elisabeta Boanda sem er landsliðsmarkvörður Rúmeníu. Tvær umfeðir eru eftir af Bestu deild kvenna fyrir EM pásu. Mótið fer svo aftur af stað í lok júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner