Heimild: VG
Fréttirnar af uppsögn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Haugesund kemur norsku fótboltaáhugafólki gríðarlega á óvart. Jesper Mathiesen sérfræðingur TV 2 er furðu lostinn.
Sagt er að stjórn Haugesund hafi fengið að vita það í gær að Óskar hefði ákveðið að láta af störfum.
„Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég þurfti hreint út sagt að líta á dagatalið þegar ég heyrði þetta," segir Mathiesen.
Sagt er að stjórn Haugesund hafi fengið að vita það í gær að Óskar hefði ákveðið að láta af störfum.
„Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég þurfti hreint út sagt að líta á dagatalið þegar ég heyrði þetta," segir Mathiesen.
„Það er erfitt að tjá sig um þetta þegar maður veit ekki hvað gerðist. En séð utan frá er þetta virkilega furðulegt."
„Það er þungt fyrir Haugesund að missa þjálfara sem þeir höfðu mikla trú á og hefur fengið að stjórna öllu sem hefur átt sér stað hjá félaginu síðustu sex mánuði. Þetta er gríðarlega óvænt og setur Haugesund í mjög erfiða stöðu."
Haugesund er með sex stig eftir sex umferðir en liðið hefur tapað þremur deildarleikjum í röð.
Athugasemdir