Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 12. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður Suarez arftaki Alvarez hjá River?
Luis Suarez
Luis Suarez
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez er með tilboð frá argentínska félaginu River Plate.

Þessi 35 ára gamli framherji verður laus allra mála hjá Atlético Madríd um mánaðarmótin.

Mörg félög eru með hann á óskalistanum en þar má nefna Inter Miami, Aston Villa og Atalanta.

Brito, forseti River Plate, í Argentínu hefur þá staðfest að félagið hafi boðið Suarez samning en hann á enn eftir að gefa lokasvar.

„Við erum búnir að hafa samband við Suarez en nú er þetta undir honum komið," sagði Brito, en River missir Julian Alvarez til Manchester City á næstu dögum. Man City keypti Alvarez í janúar og lánaði hann aftur til River út júnímánuð.

Það er ekki gefið að River fái Suarez í stað Alvarez. Hann sagði fyrir nokkrum dögum að hann stefnir að því að spila áfram í Evrópu en Steven Gerrard, stjóri Aston Villa og fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, ætlar að reyna að lokka hann aftur í ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner