Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mið 12. desember 2018 05:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Síðasti leikur Bose mótsins
Undirbúningstímabilið hefur ekki farið vel af stað hjá lærisveinum Arnars Gunnlaugssonar.
Undirbúningstímabilið hefur ekki farið vel af stað hjá lærisveinum Arnars Gunnlaugssonar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Síðasti leikurinn í Bose mótinu þetta árið fer fram í dag þegar FH og Víkingur eigast við í leiknum um fimmta sætið.

Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í mótinu. Víkingar hafa litið hrikalega út og tapað báðum leikjum sínum stórt á meðan FH hefur tapað báðum sínum með markatölunni 2-1.

Leikurinn í dag hefst klukkan 18:30 og fer fram á Víkingsvelli.

Bose mótið:
1. KR
2. Stjarnan
3. Breiðablik
4. HK
5. ?
6. ?

Kjarnafæðismótið er þá farið af stað. Kjarnafæðismótið fer vanalega fram í janúar og byrjun febrúar en að þessu sinni fara nokkrir leikir fram fyrir áramót.

Í dag er einn leikur. KA 3 mætir KF. Leikurinn byrjar 20:15 og er að sjálfsögðu í Boganum á Akureyri.
Athugasemdir
banner
banner