Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fös 15. febrúar 2019 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Rúrik lagði upp í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandhausen 1 - 1 Darmstadt
1-0 Fabian Schleusener ('24)
1-1 Tobias Kempe ('34, víti)

Rúrik Gíslason og Guðlaugur Victor Pálsson léku allan leikinn í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik byrjaði á hægri kanti hjá Sandhausen og átti hornspyrnuna sem Fabian Schleusener skallaði í netið til að koma heimamönnum yfir eftir 24 mínútur.

Tobias Kempe jafnaði fyrir Darmstadt úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og var staðan jöfn í leikhlé.

Hvorugu liði tókst að skora í jöfnum síðari hálfleik og 1-1 því niðurstaðan. Sandhausen er í fallsæti eftir leikinn, sex stigum eftir Darmstadt.

Guðlaugur Victor var á miðjunni hjá Darmstadt og fékk gult spjald fyrir að brjóta á Rúrik. Markið hjá Sandhausen og brotið má sjá hér fyrir neðan.







Athugasemdir
banner
banner
banner