Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 17:29
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Svona spáum við byrjunarliði Íslands - Byrjar Mikael?
Icelandair
Mikael Anderson kom af bekknum gegn Tyrkjum.
Mikael Anderson kom af bekknum gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson verður væntanlega áfram í hægri bakverði.
Guðlaugur Victor Pálsson verður væntanlega áfram í hægri bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Moldóva og Ísland leika í lokaumferð riðilsins á morgun en eins og allir vita á Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM í gegnum riðilinn. Það er umspil framundan á nýju ári.

En hvernig mun Erik Hamren tefla fram byrjunarliði Íslands gegn Moldóvu? Hér má sjá spá okkar á Fótbolta.net og með rökstuðningi!



Hannes og Kári hljóta að byrja. Báðir eru að spila í Pepsi Max-deildinni og ekki vit í öðru en að gefa þeim stóran leik á þessum tímapunkti.

Hörður Björgvin er líklegur til að fá þennan leik í vinstri bakverðinum. Ari er á undan honum í goggunarröðinni en þarna gefst tækifæri fyrir Hörð að sýna sig. Þróun Guðlaugs Victors sem hægri bakvörður heldur áfram og hann heldur áfram að fá leiki í þeirri stöðu.

Jón Guðni er orðinn miðvörður númer þrjú og kjörið tækifæri að láta hann spila. Við vitum vel að við fáum alltaf toppframmistöðu frá Ragga og um að gera að hvíla hann.

Miðjudúettinn með Birki og Gylfa heldur væntanlega áfram. Það má þó búast við að Gylfi spili ekki heilan leik en þegar hann fer af velli verður staðan vonandi vænleg.

Ungu strákarnir á köntunum. Arnór Sigurðsson og Mikael Anderson. Kjörið tækifæri til að kasta Mikael í djúpu laugina. Hefur verið að leika fantavel í Danmörku og nú fær Hamren tækifæri til að sjá hvað hann hefur fram að færa.

Jón Daði og Kolbeinn verða síðan líklega saman frammi. Klassísk uppskrift. Kolbeinn sér líklega gott tækifæri til að bæta markametið.

Leikur Moldóvu og Íslands annað kvöld verður 19:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner