FH 2 - 0 Vestri
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('32 )
2-0 Björn Daníel Sverrisson ('48 )
Lestu um leikinn
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('32 )
2-0 Björn Daníel Sverrisson ('48 )
Lestu um leikinn
FH-ingar eru komnir aftur á sigurbraut í Bestu deild karla eftir að hafa unnið Vestra, 2-0, í Kaplakrika í dag.
Hafnfirðingar höfðu farið í gegnum þrjá leiki án þess að vinna og almennt átt slaka byrjun á tímabilinu.
Ekki var mikið um að vera í leiknum fyrsta hálftímann. Ísak Óli Ólafsson átti líklega besta færi er hann stangaði fyrirgjöf Tómasar Orra Róbertssonar yfir markið eftir um átta mínútna leik.
Það dró til tíðinda á 35. mínútu er Sigurður Bjartur Hallsson skoraði laglegt mark. Björn Daníel Sverrisson tók hratt innkast á Sigurð sem lyfti boltanum yfir varnarmann og hamraði honum í netið.
Leikurinn hafði verið fremur leiðinlegur fram að markinu en það lifnaði yfir honum eftir markið.
Diego Montiel átti hörkuskot á Mathias Rosenörn sem gerði mjög vel í að verja.
Staðan í hálfleik 1-0 fyrir FH og bættu heimamenn við strax í byrjun síðari.
FH-ingar fengu hornspyrnu sem Guy Smit blakaði frá og áfram hélt sóknin. Kjartan Kári Halldórsson kom með sendingu inn á teiginn á Björn Daníel sem hafði nægt pláss til þess að athafna sig og stangaði boltann örugglega í netið.
Sjö mínútum fyrir leikslok gátu FH-ingar gert út um leikinn er Bjarni Guðjón Brynjólfsson lagði boltann inn fyrir á Úlf Ágúst Björnsson en Smit sá við honum með góðri vörslu og tveimur mínútum síðar skaut Einar Karl Ingvarsson boltanum í þverslá.
Færanýitingin í restina kom ekki að sök og unnu FH-ingar nokkuð sannfærandi 2-0 sigur á toppbaráttuliði Vestra. FH stekkur upp um fjögur sæti á töflunni og eru nú í því sjöunda með 14 stig en Vestri áfram í 3. sæti með 19 stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 14 | 6 | 3 | 5 | 25 - 25 | 0 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 14 | 4 | 4 | 6 | 35 - 36 | -1 | 16 |
9. FH | 14 | 4 | 3 | 7 | 20 - 20 | 0 | 15 |
10. ÍBV | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 - 21 | -8 | 15 |
11. KA | 14 | 4 | 3 | 7 | 14 - 26 | -12 | 15 |
12. ÍA | 14 | 4 | 0 | 10 | 15 - 32 | -17 | 12 |
Athugasemdir