Víkingurinn Nikolaj Hansen fór mikinn fyrir framan mark andstæðinga Víkinga í liði Malisheva frá Kósóvó er liðin mættust í forkeppni Sambandsdeildarinnar í Víkinni fyrr í kvöld en lokatölur urðu 8-0 Víkingum í vil.. Danski markahrókurinn gerði þrennu í fyrri hálfleik og gátu Víkingar leyft sér að hvíla Nikolaj í síðari hálfleik. Niko var til viðtals eftir leik,
Lestu um leikinn: Víkingur R. 8 - 0 Malisheva
„Við vorum á heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn og vildum auðvitað skora mörk. Svo allt í allt gekk allt mjög vel í dag.“ Sagði Nikolaj um hvort uppleggið hefði verið að keyra lið Malisheva í kaf frá fystu mínútu en staðan í hálfleik var orðin 5-0 og sigur Víkinga raun í horn.
Um eigin frammistöðu í dag þar sem Nikolaj skoraði þrennu sagði hann.
„Góðu verki skilað. Það hefur gengið vel hjá mér í síðustu leikjum að skora mörk. Maður er kannski að sýna sjálfum sér að maður sé tilbúinn í þetta. En liðið heilt yfir var gott í dag og ég er stoltur af því.“
Samningamál Nikolaj hafa verið í umræðunni að undanförnu en hann verður samningslaus að tímabilinu loknu og hafa verið vangaveltur um að hann jafnvel yfirgefi liðið. Setur svona frammistaða ekki pressu á Víkinga að semja við hann?
„Ég er bara að taka því rólega núna og sjá hvað verður. Allir vita að ég elska Víking og er búinn að vera hér í mörg ár.“
Sagði Nikolaj en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir