Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 17. júlí 2025 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingurinn Nikolaj Hansen fór mikinn fyrir framan mark andstæðinga Víkinga í liði Malisheva frá Kósóvó er liðin mættust í forkeppni Sambandsdeildarinnar í Víkinni fyrr í kvöld en lokatölur urðu 8-0 Víkingum í vil.. Danski markahrókurinn gerði þrennu í fyrri hálfleik og gátu Víkingar leyft sér að hvíla Nikolaj í síðari hálfleik. Niko var til viðtals eftir leik,

Lestu um leikinn: Víkingur R. 8 -  0 Malisheva

„Við vorum á heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn og vildum auðvitað skora mörk. Svo allt í allt gekk allt mjög vel í dag.“ Sagði Nikolaj um hvort uppleggið hefði verið að keyra lið Malisheva í kaf frá fystu mínútu en staðan í hálfleik var orðin 5-0 og sigur Víkinga raun í horn.

Um eigin frammistöðu í dag þar sem Nikolaj skoraði þrennu sagði hann.

„Góðu verki skilað. Það hefur gengið vel hjá mér í síðustu leikjum að skora mörk. Maður er kannski að sýna sjálfum sér að maður sé tilbúinn í þetta. En liðið heilt yfir var gott í dag og ég er stoltur af því.“

Samningamál Nikolaj hafa verið í umræðunni að undanförnu en hann verður samningslaus að tímabilinu loknu og hafa verið vangaveltur um að hann jafnvel yfirgefi liðið. Setur svona frammistaða ekki pressu á Víkinga að semja við hann?

„Ég er bara að taka því rólega núna og sjá hvað verður. Allir vita að ég elska Víking og er búinn að vera hér í mörg ár.“

Sagði Nikolaj en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner