Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði Berg snýr aftur í Víking (Staðfest)
Daði Berg Jónsson.
Daði Berg Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur kallað Daða Berg Jónsson til baka úr láni frá Vestra.

Daði Berg kom á láni til Vestra frá Víkingi fyrir tímabilið og hefur staðið sig frábærlega. Hann hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

Daði hefur skorað sjö mörk í 14 leikjum í deild og bikar með Vestra og blómstrað í öflugu umhverfi.

Þetta er afar vont fyrir Vestra sem er á leið í úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum ásamt því að vera í baráttu um Evrópusæti í deildinni. Daði hefur verið stór hluti af þessum góða árangri.

Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og er liðið komið áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Það verður áhugavert að sjá hvernig hlutverk Daði fær núna í Fossvoginum.
Athugasemdir
banner
banner