Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Þór spáir í 13. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Atli Þór Jónasson.
Atli Þór Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Litli töframaðurinn, Brynjar Snær Pálssson.
Litli töframaðurinn, Brynjar Snær Pálssson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þrenna frá Kára?
Þrenna frá Kára?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm af sex leikjum 13. umferðar í Lengjudeildinni fara fram í kvöld og lokaleikurinn fer svo fram á morgun þegar Völsungur tekur á móti toppliði Völsungs.

Atli Þór Jónasson, sem keyptur var frá HK til Víkings í vetur, spáir í leiki umferðarinnar. Atli skoraði sitt fyrsta Evrópumark í gær þegar hann skoraði í risasigri Víkings gegn Malisheva.

Atli fylgir á eftir Tómasi Bent Magnússyni sem var með tvo leiki hárrétta og alls þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð. Svona spáir Atli leikjunum:

HK 3 - 1 Þór (fös, 18:00)
Mínir menn í HK vinna þennan leik þægilega, litli töframaðurinn Brynjar Snær skorar tvö og Dagur Garðars eitt og HK tyllir sér á toppinn.

Fylkir 1 - 1 Njarðvík (fös, 19:15)
Þetta verður hörku leikur sem endar 1-1. Gummi Tyrfings með mark og Oumar Diouck fyrir Njarðvík.

Grindavík 0 - 2 Selfoss (fös, 19:15) Spilað í Vogum
Selfyssingar fara á upphitað gras og vinna þetta þægilega. Aron Fannar og Jón Vignir með mörkin.

Keflavík 4 - 0 Fjölnir (fös, 19:15)
Alltaf erfitt að fara í Keflavík að spila þannig þetta verður easy sigur. Kári Sigfússon verður með þrennu.

Leiknir 2 - 1 Þróttur (fös, 19:15)
Leiknir vinnur loksins leik, Róbert Quental með tvennu.

Völsungur 1 - 1 ÍR (lau, 16:00)
ÍR á leið á erfiðan útivöll og fer heim með eitt stig, Arnór Sölvi með markið fyrir ÍR.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner