Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ólafur Örn staðið sig frábærlega og fær nýjan samning
Lengjudeildin
Mynd: EPA
HK hefur samið við markvörðinn Ólaf Örn Ásgeirsson eftir frábæra byrjun hans í Kópavogi.

Ólafur Örn fær þriggja ára samning en hann kom aftur heim til HK fyrr á árinu eftir að hafa leikið með Völsungi á Húsavík í fyrra. Ólafur er uppalinn HK-ingur en hefur leikið með Völsungi, ÍR og Þrótti Vogum á ferlinum.

Óli, sem lék einn landsleik fyrir U19 lið Íslands, hefur verið frábær með HK í Lengjudeildinni og verið valinn tvisvar sinnum í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

HK er í toppbaráttu í Lengjudeildinni en Óli byrjaði tímabilið sem varamarkvörður og er í dag orðinn aðalmarkvörður.

„HK bindur miklar vonir við þennan efnilega markvörð og erum við gríðarlega ánægð með að hann framlengi við uppeldisfélagið," segir meðal annars í tilkynningu frá HK.


Athugasemdir