Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 28. júní 2020 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Grindavík náði að landa sigri gegn tíu Þrótturum
Lengjudeildin
Oddur Ingi skoraði sigurmark Grindavíkur.
Oddur Ingi skoraði sigurmark Grindavíkur.
Mynd: Grindavik
Niðurstaðan var markalaust jafntefli hjá Leikni og Vestra.
Niðurstaðan var markalaust jafntefli hjá Leikni og Vestra.
Mynd: Þórir Þórisson
Það fer fram heil umferð í Lengjudeild karla þennan sunnudaginn og eru tveir leikir búnir.

Grindavík fór með sigur af hólmi gegn Þrótti þar sem gestirnir úr Laugardalnum voru einum færri frá 29. mínútu. „Fær sitt seinna gula fyrir brot á miðjum vellinum fjarri marki. Heimskulegur staður til að brjóta af sér á spjaldi," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu um rauða spjaldið sem Guðmundur Friðriksson fékk.

Þrátt fyrir að vera einum færri fengu gestirnir kjörin tækifæri til að komast yfir. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Á 79. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins þegar Oddur Ingi Bjarnason skoraði fyrir Grindavík með skalla eftir að skot Sindra Björnssonar hafði farið í slána.

Grindvíkingar áttu í basli gegn tíu Þrótturum, en þeir náðu að lokum að landa sigrinum. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð og er Grindavík því búið að setja sín fyrstu stig á töfluna.

Í hinum leiknum sem var að klárast gerðu Leiknir Reykjavík og Vestri markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Vestramenn taka þetta stig væntanlega glaðir, en þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni gegn Víkingi Ólafsvík. Leiknismenn eru með fjögur stig eftir sigur á Þrótturum í fyrstu umferð.

Grindavík 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Oddur Ingi Bjarnason ('79 )
Rautt spjald: Guðmundur Friðriksson , Þróttur R. ('29)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 0 - 0 Vestri
Lestu nánar um leikinn

Fjórir leikir hefjast í Lengjudeildinni klukkan 16:00 og verða þeir allir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner