Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 30. ágúst 2021 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max-deild kvenna: Mikilvægur sigur Keflavíkur - Olga hetja ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveimur leikjum er lokið í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var botnslagur á Sauðárkróki þar sem Tindastóll tók á móti Keflavík. í Eyjum tók ÍBV á móti Stjörnunni.

Fyrir leiki dagsins var Keflavík í 8. sæti einu stigi frá fallsæti en Tindastóll á botninum en gat komist uppfyrir Keflavík með sigri. Leiknum lauk með 0-1 sigri Keflavíkur og það var Aerial Chavarin sem skoraði markið.

Keflavík því fjórum stigum frá fallsæti en Tindastóll sitja enn á botni deildarinnar.

ÍBV vann Stjörnuna 3-1 en staðan var jöfn 1-1 eftir klukkutíma leik. Þá tók Olga Sevcova yfir fyrir ÍBV og skoraði tvö mörk áður en leiknum lauk.

ÍBV fer uppfyrir Þór/KA í 6. sæti með 19 stig en Stjarnan er í 5. sæti með 23 stig.

ÍBV 3 - 1 Stjarnan
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir ('25 )
1-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('56 )
2-1 Olga Sevcova ('65 )
3-1 Olga Sevcova ('84 )

Lestu um leikinn

Tindastóll 0 - 1 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin ('9 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner