Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 30. ágúst 2021 16:05
Elvar Geir Magnússon
Sabitzer til Bayern (Staðfest)
Æskudraumur Marcel Sabitzer hefur ræst.
Æskudraumur Marcel Sabitzer hefur ræst.
Mynd: Getty Images
FC Bayern hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Marcel Sabitzer. Þessi 27 ára leikmaður kemur frá RB Leipzig þar sem hann spilaði áður undir stjórn Julian Nagelsmann.

Sabitzer er sóknarmiðjumaður og hefur skrifað undir samning til 2025. Hann mun taka treyju númer 18.

„Marcel Sabitzer hefur allt sem leikmaður Bayern þarf að hafa. Að auki þarf hann ekki langan aðlögunartíma því hann þekkir hugmyndafræði Julian Nagelsmann," segir Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bæjara.

Sabitzer segir að æskudraumur sé að rætast. „Á hverjum jólum fékk ég nýja Bayern treyju. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið. Ég vil vinna eins marga leiki og mögulegt er," segir Sabitzer.

Sabitzer lék fyrir Rapid Vín áður en hann gekk í raðir RB Leipzig. Hann hefur spilað 145 leiki í þýsku Bundesligunni og skorað 32 mörk. Þá hefur hann skorað átta mörk í 54 landsleikjum fyrir Austurríki.


Athugasemdir
banner
banner
banner