Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fös 31. janúar 2020 08:36
Magnús Már Einarsson
Tilboði Man Utd í King hafnað
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur hafnað tilboði frá Manchester United í norska framherjann Joshua King.

Manchester United vill fá framherja til að fylla skarð Marcus Rashford sem verður frá keppni vegna meiðsla næstu mánuðina.

Bournemouth er í harðri fallbaráttu og var ekki tilbúið að selja King.

Hinn 28 ára gamli King þekkir til hjá Manchester United því hann var á mála hjá félaginu frá 2009 til 2013.

King fór á þeim tíma oft á lán en hann lék síðan með Blackburn í tvö ár áður en Bournemouth keypti hann árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner