Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 31. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Scholz seldur til Japan (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var tilkynnt að FC Midtjylland hefði selt Alexander Scholz til Japan.

Scholz er varnarmaður sem lék með Stjörnunni sumarið 2012 við góðan orðstír.

Hann er uppalinn hjá Vejle en hélt til Íslands nítján ára gamall. Frá Stjörnunni fór hann til Belgíu og lék þar með Lokeren, Standard Liege og Club Brugge.

Árið 2018 hélt hann svo aftur til Danmerkur og hefur verið hjá Midtjylland síðan.

Urawa Red Diamonds er japanska félagið sem keypti Scholz. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 10. sæti deildarinnar.

Sjá einnig:
Úr lélegu formi hjá Stjörnunni yfir í að skora gegn Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner