Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 24. desember 2018 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn í viðræðum um riftun á samningi hjá Nantes
Kolbeinn verður að komast frá Nantes ef hann ætlar að vera áfram í landsliðinu.
Kolbeinn verður að komast frá Nantes ef hann ætlar að vera áfram í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson er vonandi á förum frá franska félaginu Nantes í næsta mánuði. Hann verður að finna sér nýtt félag ef hann ætlar að eiga möguleika á því að vera áfram í íslenska landsliðinu.

Kolbeinn er í kuldanum hjá Nantes og á enga framtíð hjá félaginu.

Í dag er birt viðtal við Waldemar Kita, forseta Nantes, í frönskum fjölmiðlum. Þar segir hann að Nantes sé að ræða við Kolbein og liðsfélaga hans Alexander Kacaniklic um riftun á samningi.

Báðir leikmenn eru samningsbundnir til 2020. Þeir vilja fá restina af launum sínum greidd ef þeir eiga að yfirgefa félagið.

Hingað til hafa viðræðurnar ekki gengið vel.

„Ég þoli þetta ekki. Við höfum reynt að finna sameiginlegan grundvöll, en þeir vilja fá síðustu tvö árin af samningum sínum greidd að fullu," segir Kita.

Sjá einnig:
Kolbeinn: Kann ómetanlega mikið að meta þetta
Athugasemdir
banner
banner