Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fös 03. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Unnur Stefáns semur við Grindavík - Fengu Nínu frá Fylki
Mynd: Grindavík
Unnur Stefánsdóttir hefur samið um að spila með Grindvíkingum í sumar en hún kemur til félagsins frá Þór/KA.

Unnur er uppalin í Grindavík en skipti yfir í Þór/KA fyrir tveimur árum.

Hún spilaði 16 leiki með liðinu í Bestu deildinni það sumarið en hefur nú samið um að spila með Grindavík í sumar.

Unnu var í byrjunarliði Grindavíkur sem vann KR, 2-1, í Mjólkurbikarnum á miðvikudag.

„Það er alltaf mikið gleðiefni þegar að heimastelpur snúa til baka og ákveða að spila fyrir sitt félag. Það er mikilvægt fyrir okkur að Unnur sé búinn að skrifa undir samning og muni leika með okkur í sumar og styrkir það heimakjarnann enn frekar. Hún hefur æft og spilað með okkur í allan vetur og efast enginn um það að hún muni styrkja okkar leik í sumar,“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur um Unni.

Nína kemur á láni

Þá hafa Grindvíkingar fengið hina ungu og efnilegu Nínu Zinovieva á láni frá Fylki.

Nína, sem er fædd árið 2007, spilaði 12 leiki með Fylki í Lengjudeildinni árið 2022, en hún á 2 landsleiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner