Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 30. janúar 2019 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þetta var augljós vítaspyrna
Það var kalt á Anfield í kvöld.
Það var kalt á Anfield í kvöld.
Mynd: Getty Images
Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leicester er liðin mættust á köldu miðvikudagskvöldi á Anfield í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er komið með fimm stiga forystu á toppnum en Jürgen Klopp var svekktur að leikslokum og kenndi vallaraðstæðum og dómgæslunni um jafnteflið.

„Þeir voru vel skipulagðir og vallaraðstæður voru erfiðar. Við þurftum að spila sneggri bolta en það gekk illa, á köflum var eins og völlurinn væri að gera meira heldur en andstæðingarnir í varnarleiknum!" sagði Klopp að leikslokum.

„Þeir spiluðu vel en við vorum óheppnir að fá þetta mark á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Ég skil ekki hvers vegna við spiluðum hann réttstæðan, það var ekki svalt."

Klopp vildi fá vítaspyrnu þegar Naby Keita féll við innan vítateigs en Martin Atkinson dómari flautaði ekki.

„Þetta var augljósasta vítaspyrna sem við höfum átt að fá. Dómarinn var fullkomlega staðsettur, ég veit ekki hvers vegna hann flautaði ekki. Þið verðið að spyrja hann."
Athugasemdir
banner