Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fös 26. apríl 2024 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár gríðarlega efnilegar semja við Víking
Sigdís Eva, Sigurborg Katla og Bergdís.
Sigdís Eva, Sigurborg Katla og Bergdís.
Mynd: Víkingur R.
Mjög spennandi leikmenn.
Mjög spennandi leikmenn.
Mynd: Víkingur R.
Bergdís Sveinsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir og Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir hafa allar skrifað undir framlengingu á samningum sínum við Víking sem gilda til þriggja ára.

„Sumardagurinn fyrsti var tekinn snemma í Víkinni, enda tilefnið stórt! Þriggja ára samningur við þrjár af efnilegustu stúlkum landsins," segir í tilkynningu Víkings.

Þær hafa allar spilað hlutverk í U19 landsliði Íslands og eru lykilkonur í liði Víkings sem er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar.

Þær eru allar fæddar árið 2006. Sigurborg Katla er markvörður sem var í úrvalsliði í 1. umferðar í Bestu deildinni en Sigdís Eva er kantmaður sem var einnig í því liði. Bergdís stjórnar traffíkinni á miðsvæðinu hjá Víkingum.

„Þær stöllur hafa fylgst að í langan tíma og fyrri samningar hafa verið gerðir við þær á sama tíma. Sá fyrsti var undirritaður þann 10.09.2021 til tveggja ára, sá næsti 15.09.2022 líka til tveggja ára og nú sá þriðji sem gerður er til þriggja ára."

„Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær allar þrjár, átt stóran þátt í þeirri velgengni sem Víkingar státa af á síðustu misserum og eflaust fá dæmi þessa að leikmenn á þeirra aldri hafi hampað þeim fjölda bikara sem þær hafa gert og það sem burðarásar í sínu liði. Leikreynsla þeirra með mfl. á sér líka fá dæmi. Sigdís með 75 leiki, Bergdís með 59 leiki og Katla með 57."

„Víkingar mega vera stoltir að hafa náð að tryggja sér samninga við þær stöllur til næstu þriggja ára og þó hamingjuóskirnar séu hér til þeirra þá er hamingjan fyrst og fremst okkar. Áfram Víkingur."

Þær verða í eldlínunni á morgun þegar Víkingur mætir Fylki í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner