Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 25. apríl 2024 19:45
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu listilegt aukaspyrnumark Kamel gegn Blikum - „Úr efstu hillu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Breiðablik eru að berjast um síðasta sætið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Staðan er 1-0 fyrir Keflavík þegar þessi frétt er skrifuð.

Sami Kamel skoraði beint úr aukaspyrnu, þetta var mark úr efstu hillu eins og Hörður Magnússon orðaði það í lýsingu á RÚV 2.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

„Þeir verja hann ekki þarna! Sami Kamel með frábæra aukaspyrnu sem syngur í markvinklinum í horninu nær óverjandi fyrir Brynjar í marki Blika. Frábær spyrna hjá Dananum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net.

FH er eina liðið úr Bestu deildinni sem er fallið úr leik í bikarnum, eftir að hafa tapað fyrir Val í gær. Mun Breiðablik ná að koma til baka gegn Lengjudeildarliðinu?


Athugasemdir
banner
banner
banner