Keflavík og Breiðablik eru að berjast um síðasta sætið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Staðan er 1-0 fyrir Keflavík þegar þessi frétt er skrifuð.
Sami Kamel skoraði beint úr aukaspyrnu, þetta var mark úr efstu hillu eins og Hörður Magnússon orðaði það í lýsingu á RÚV 2.
Sami Kamel skoraði beint úr aukaspyrnu, þetta var mark úr efstu hillu eins og Hörður Magnússon orðaði það í lýsingu á RÚV 2.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Breiðablik
„Þeir verja hann ekki þarna! Sami Kamel með frábæra aukaspyrnu sem syngur í markvinklinum í horninu nær óverjandi fyrir Brynjar í marki Blika. Frábær spyrna hjá Dananum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net.
FH er eina liðið úr Bestu deildinni sem er fallið úr leik í bikarnum, eftir að hafa tapað fyrir Val í gær. Mun Breiðablik ná að koma til baka gegn Lengjudeildarliðinu?
Jahá! Sami Kamel afgreiðir þessa aukaspyrnu líka svo lystilega í markið. Algjörlega óverjandi og Keflvíkingar eru komnir yfir! ? pic.twitter.com/WKi5fHYLQD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Athugasemdir