Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 24. apríl 2024 23:32
Kári Snorrason
Jökull: Pirrandi leikur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins og kom Stjörnunni í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Þeir voru frábærir og vond frammistaða frá okkur.
Við vorum sloppy og hægir. Vorum ekki nægilega agressívir, vantaði ákefð þetta var bara lélegt."


„Við vissum að þeir vildu pressa, vissum að þeir myndu spila í gegnum pressuna, vissum að þeir yrðu hreyfanlegir og hugrakkir á boltann. Þeir eiga risa hrós skilið, ég vona þeirra vegna að þeir hafi ekki verið að taka „one off" á þessu tempói og þeir haldi svona áfram í 3. deildinni. "

„Það er erfitt að mæta liði sem er svona langt fyrir neðan en það er erfitt að horfa á svona frammistöðu, erfitt að sjá hugarfarið langt frá því sem við viljum hafa það. Pirrandi leikur, þeir fengu færi, við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik, ekki skemmtilegur leikur fyrir okkur að horfa á. Frábært að sjá þá og frábær stemning. Ég held að fyrir áhorfendur var þetta frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner