Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins og kom Stjörnunni í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Augnablik 1 - 2 Stjarnan
„Þeir voru frábærir og vond frammistaða frá okkur.
Við vorum sloppy og hægir. Vorum ekki nægilega agressívir, vantaði ákefð þetta var bara lélegt."
„Við vissum að þeir vildu pressa, vissum að þeir myndu spila í gegnum pressuna, vissum að þeir yrðu hreyfanlegir og hugrakkir á boltann. Þeir eiga risa hrós skilið, ég vona þeirra vegna að þeir hafi ekki verið að taka „one off" á þessu tempói og þeir haldi svona áfram í 3. deildinni. "
„Það er erfitt að mæta liði sem er svona langt fyrir neðan en það er erfitt að horfa á svona frammistöðu, erfitt að sjá hugarfarið langt frá því sem við viljum hafa það. Pirrandi leikur, þeir fengu færi, við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik, ekki skemmtilegur leikur fyrir okkur að horfa á. Frábært að sjá þá og frábær stemning. Ég held að fyrir áhorfendur var þetta frábært."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir