Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   mið 24. apríl 2024 23:32
Kári Snorrason
Jökull: Pirrandi leikur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins og kom Stjörnunni í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Þeir voru frábærir og vond frammistaða frá okkur.
Við vorum sloppy og hægir. Vorum ekki nægilega agressívir, vantaði ákefð þetta var bara lélegt."


„Við vissum að þeir vildu pressa, vissum að þeir myndu spila í gegnum pressuna, vissum að þeir yrðu hreyfanlegir og hugrakkir á boltann. Þeir eiga risa hrós skilið, ég vona þeirra vegna að þeir hafi ekki verið að taka „one off" á þessu tempói og þeir haldi svona áfram í 3. deildinni. "

„Það er erfitt að mæta liði sem er svona langt fyrir neðan en það er erfitt að horfa á svona frammistöðu, erfitt að sjá hugarfarið langt frá því sem við viljum hafa það. Pirrandi leikur, þeir fengu færi, við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik, ekki skemmtilegur leikur fyrir okkur að horfa á. Frábært að sjá þá og frábær stemning. Ég held að fyrir áhorfendur var þetta frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner