Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
   mið 24. apríl 2024 23:32
Kári Snorrason
Jökull: Pirrandi leikur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins og kom Stjörnunni í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Þeir voru frábærir og vond frammistaða frá okkur.
Við vorum sloppy og hægir. Vorum ekki nægilega agressívir, vantaði ákefð þetta var bara lélegt."


„Við vissum að þeir vildu pressa, vissum að þeir myndu spila í gegnum pressuna, vissum að þeir yrðu hreyfanlegir og hugrakkir á boltann. Þeir eiga risa hrós skilið, ég vona þeirra vegna að þeir hafi ekki verið að taka „one off" á þessu tempói og þeir haldi svona áfram í 3. deildinni. "

„Það er erfitt að mæta liði sem er svona langt fyrir neðan en það er erfitt að horfa á svona frammistöðu, erfitt að sjá hugarfarið langt frá því sem við viljum hafa það. Pirrandi leikur, þeir fengu færi, við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik, ekki skemmtilegur leikur fyrir okkur að horfa á. Frábært að sjá þá og frábær stemning. Ég held að fyrir áhorfendur var þetta frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner