Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 25. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hundsvekkjandi, bara léleg frammistaða og ótrúlega leiðinlegt að vera dottnir út úr þessari skemmtilegu keppni og maður ætlaði sér heldur betur lengra en þetta.“
Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks við fréttaritara um það að vera dottnir út úr Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap Blika gegn Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Eins og heyra mátti á Höskuldi var hann ekki sáttur við frammistöðu liðs síns í leiknum sem von er. Kunni hann einverjar skýringar á henni?

„Mér finnst þeir (Keflavík) bara vera ofan á í þessum grunnatriðum leiksins. Í stemmingu, ákefð. fórnfýsi og dugnaði. Það var bara það sem vantaði. “

Það er gömul klisja að fall úr bikar þýði að meiri fókus sé til staðar fyrir deild og aðrar mögulegar keppnir sem að lið geta tekið þátt í. Það er þó ekkert sem Höskuldur eða Blikar finna neina huggun í.

„Þú vilt frekar bara vera í öllum keppnum sem lengst og þetta er bara ömurlegt.“

Sagði Höskuldur en stutt og laggott viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner