Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fim 25. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hundsvekkjandi, bara léleg frammistaða og ótrúlega leiðinlegt að vera dottnir út úr þessari skemmtilegu keppni og maður ætlaði sér heldur betur lengra en þetta.“
Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks við fréttaritara um það að vera dottnir út úr Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap Blika gegn Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Eins og heyra mátti á Höskuldi var hann ekki sáttur við frammistöðu liðs síns í leiknum sem von er. Kunni hann einverjar skýringar á henni?

„Mér finnst þeir (Keflavík) bara vera ofan á í þessum grunnatriðum leiksins. Í stemmingu, ákefð. fórnfýsi og dugnaði. Það var bara það sem vantaði. “

Það er gömul klisja að fall úr bikar þýði að meiri fókus sé til staðar fyrir deild og aðrar mögulegar keppnir sem að lið geta tekið þátt í. Það er þó ekkert sem Höskuldur eða Blikar finna neina huggun í.

„Þú vilt frekar bara vera í öllum keppnum sem lengst og þetta er bara ömurlegt.“

Sagði Höskuldur en stutt og laggott viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner