„Þetta er hundsvekkjandi, bara léleg frammistaða og ótrúlega leiðinlegt að vera dottnir út úr þessari skemmtilegu keppni og maður ætlaði sér heldur betur lengra en þetta.“
Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks við fréttaritara um það að vera dottnir út úr Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap Blika gegn Keflavík fyrr í kvöld.
Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks við fréttaritara um það að vera dottnir út úr Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap Blika gegn Keflavík fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Breiðablik
Eins og heyra mátti á Höskuldi var hann ekki sáttur við frammistöðu liðs síns í leiknum sem von er. Kunni hann einverjar skýringar á henni?
„Mér finnst þeir (Keflavík) bara vera ofan á í þessum grunnatriðum leiksins. Í stemmingu, ákefð. fórnfýsi og dugnaði. Það var bara það sem vantaði. “
Það er gömul klisja að fall úr bikar þýði að meiri fókus sé til staðar fyrir deild og aðrar mögulegar keppnir sem að lið geta tekið þátt í. Það er þó ekkert sem Höskuldur eða Blikar finna neina huggun í.
„Þú vilt frekar bara vera í öllum keppnum sem lengst og þetta er bara ömurlegt.“
Sagði Höskuldur en stutt og laggott viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir